is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39861

Titill: 
  • Áhrif fyrri tengsla á mögulegt samstarf í frumkvöðlastarfsemi: Hindra takmörkuð tengslanet uppgang og vöxt sprotafyrirtækja?
  • Titill er á ensku The impact of past relationships on potential entrepreneurship collaboration: Do limited social networks impede the growth and development of start-ups?
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hefur vaxið töluvert á undanförnum árum vegna tæknilegrar þróunar í heiminum. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki hafa því verið meira áberandi í samfélaginu okkar. Meiri umræða hefur orðið um frumkvöðlastarfsemi síðustu árin sem hefur leitt til aukinnar þekkingar í þessum atvinnugeira, verið nokkurs konar vitundarvakning. Sprottið hafa upp fjöldi samtaka, viðskiptahraðlar, vinnusmiðjur og tækniþróunarsjóðir sem styðja sprotafyrirtækin til aukinnar nýsköpunar. Það hefur heldur ekki farið fram hjá stærri fyrirtækjum landsins hversu mikill vöxtur sprotafyrirtækja er í samfélaginu, sem hefur leitt til aukins samstarfs og fjárfestingar. Í takt við þessa þróun hafa áskoranir og hindranir fyrir sprotafyrirtæki aukist til muna vegna þess að samkeppnin er orðin meiri. Því má telja að þörfin á sterku tengslaneti hafi aldrei verið mikilvægari en nú þar sem slíkt getur veitt sprotafyrirtækjum forskot, ávinning og aukin tækifæri í viðskiptum.
    Markmið rannsakanda í þessari rannsókn er að athuga hver eru áhrif tengslaneta í frumkvöðlastarfsemi og hvort takmörkuð tengslanet eru að koma í veg fyrir ákveðin tækifæri sprotafyrirtækja. Við framkvæmd rannsóknar er notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem gögnum er safnað með tíu hálfopnum viðtölum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að tengslanet hjálpar sprotafyrirtækjum þegar kemur að samstarfi og að það er mikill ávinningur sem getur skapast út frá réttum tengingum. Einnig getur það verið mikil áskorun fyrir sprotafyrirtæki ef tengslanet eru ekki til staðar. Aftur á móti þurfa sprotafyrirtæki meira en bara fyrri tengsl. Fyrri tengsl liðka til og opna á möguleika á frekari tækifæri. En þau þurfa líka nýsköpun á markaðnum í formi góðrar vöru, hugmyndar eða hugsjóna. Það er einróma álit viðmælenda að takmörkuð tengslanet hindra uppgang og vöxt sprotafyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 9.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39861


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TapScanner 09-08-2021-23.28.pdf168.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Áhrif_fyrri_tengsla_á_mögulegt_samstarf_í_frumkvöðlastarfsemi.pdf795.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna