is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39871

Titill: 
 • "Mér líkar svo dúndur vel í vinnunni minni": Innsýn í starf fjölskyldufræðinga á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjölskyldumeðferð er úrræði sem felur í sér fjölbreyttar nálganir í vinnu með fjölskyldum. Úrræði þar sem hægt er að vinna með fjölskyldunni í heild, hluta hennar eða þá einstaklingslega með hverjum fjölskyldumeðlim fyrir sig. Fjölskyldumeðferð tilheyrir ekki ákveðinni starfsstétt en er grein innan geðheilbrigðisfræða þar sem fjölskyldufræðingar nálgast líf og erfiðleika fjölskyldna oft frá öðru sjónarhorni en aðrir geðheilbrigðisstarfsmenn sem veita yfirleitt einstaklingsmiðaðri þjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að fá fram sjónarhorn fjölskyldufræðinga, upplifun þeirra og reynslu af starfssviði sínu og varpa ljósi á þær nálganir sem þeir nýta í meðferðarvinnu.
  Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð í þessari rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við tíu starfandi fjölskyldufræðinga. Niðurstöður sýna að fjölskyldufræðingar leggja flestir áherslu á sveigjanleika í notkun kenninga og aðferða þó flestir noti eina aðferð sem leiðarstef í sinni meðferð. Fjölskyldufræðingar telja meðferðarsambandið vera einn mikilvægasta þáttinn í starfi sínu og brýnt að geta lagt mat á það til að auka árangur og gæði starfsins. Þeir segja helstu áskorun í starfi fjölskyldufræðings þá að takast á við sjálfan sig en jafnframt að starfið sé bæði gefandi og ánægjulegt þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og hindranir sem upp geti komið. Niðurstöður sýna einnig að þörf er á frekari rannsóknum á sviðinu með áherslu á notkun á samþættri nálgun í starfi og þeim áskorunum sem fjölskyldufræðingar á Íslandi standa frami fyrir.

  Lykilorð: Fjölskyldumeðferð, fjölskyldufræðingur, sveigjanleiki, nálgun, meðferðarsamband, starfsánægja.

 • Útdráttur er á ensku

  Family therapy is a resource which involves diverse approaches in working with families. A resource where one can work with the family as a whole, a part of the family or on a one-on-one basis with each individual family member. The therapy does not belong to a specific profession, but is a branch within mental health science where family therapists approach family life and difficulties from a different perspective than other mental health professionals, who most often provide individual service. The goal of the study was to show the family therapist’s point of view, their experience from their field of work and highlight the approximations they use in their work.
  A qualitative research method was used in this study where ten working family therapists were interviewed. The results show that family therapists most commonly use flexibility in the usage of theories and methods, though most use one method as a guideline in their therapy. Family therapists consider the therapeutic relationship as one of the most important sector in their work and it is important to be able to evaluate it to increase the result and quality of the work. They say that the biggest challenge in the work of a family therapist is to deal with oneself but also that despite various difficulties and obstacles at work, it is both rewarding and enjoyable. Results also show that there is an increased need for further research in the field with an emphasis on the use of an integrated approach at work and the challenges that family therapists in Iceland face.
  Keywords: Family therapy, family therapist, flexibility, approach, therapeutic relationship, job satisfaction.

Samþykkt: 
 • 10.9.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rósa_Gunnsteinsdóttir_2021_ MA_rigerd.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Rosa_2021.pdf506.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF