is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39876

Titill: 
  • "Það var ekki ég sem var vandamálið". Upplifun hæfra karlkyns innflytjenda af viðmóti og aðgengi að íslenskum vinnumarkaði.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mikilvægi kynja í rannsóknum á fólksflutningum hefur náð aukinni viðurkenningu á síðustu árum. Athyglin hefur mestmegnis beinst að stöðu og upplifun kvenkyns innflytjenda. Þar af leiðandi var markmið rannsóknarinnar að öðlast innsýn í og fá upp á yfirborðið upplifun hæfra karlkyns innflytjenda á viðmóti á íslenskum vinnumarkaði og hvernig þeir upplifa aðgengi að störfum í samræmi við hæfni. Viðfangsefnið er enn fremur skoðað með tilliti til félagslegra auðkenna og áherslu á kynjajafnrétti í íslensku samfélagi. Tekin voru 12 hálfstöðluð djúpviðtöl við mjög hæfa innflytjendur þar sem stuðst var við fyrirbærafræðilega aðferðafræði í þeim tilgangi að fanga upplifun og reynslu viðmælenda á hlutlausan hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að mjög hæfir karlkyns innflytjendur upplifi að jafnaði neikvætt viðmót á íslenskum vinnumarkaði sem tengist félagslegum auðkennum, svo sem kyni, þjóðerni, kynþætti og trúarbrögðum, sem leiðir af sér mismunun. Viðmælendur upplifa að karlkyns innflytjendur séu ekki samþykktir vegna þeirrar miklu áherslu sem lögð er á kynjajafnrétti eða kvenréttindi á Íslandi og staðalímynd af hættulegri erlendri karlmennsku. Þá upplifa þeir að viðmót gagnvart karlkyns innflytjendum takmarki aðgang hæfra karlkyns innflytjenda að íslenskum vinnumarkaði. Enn fremur upplifa þeir að aðgengi að störfum í samræmi við hæfni og/eða að stjórnendastöðum sé lítið sem ekkert og sé að mestu frátekin fyrir Íslendinga. Þá upplifa þeir að þeir hafi ekki rétt til að ræða mismunun á vinnumarkaði og tilfinningar sínar þar sem þeir eru karlkyns og hæfir.

  • Útdráttur er á ensku

    The importance of gender when it comes to research on migration has established an increased acknowledgement in the past years, but the attention has been primarily focused on the status and experiences of female immigrants. Therefore, the objective of this research was to gain insight and get to the surface, experiences of highly skilled male immigrants access to job opportunities in accordance with their qualifications and the attitudes they receive in the Icelandic labour market. The subject is furthermore explored with regards to social identities and with focus on gender equality in the Icelandic community. The study is based on 12 semi-structured in-depth interviews with highly skilled immigrants supported by phenomenological methodology for the purpose of capturing the experience of the interviewees in a neutral manner. The conclusion of the research supposes that highly skilled male immigrants in most cases receive negative attitude in the Icelandic labour market connected to their social identities, such as gender, nationality, race and religion, which results in discrimination. The understanding of the interviewees is that male immigrants are not accepted because of the immense importance of gender equality or women rights in Iceland and an image of dangerous foreign masculinity. They experience that the attitude towards male immigrants limits the access of skilled male immigrants to the Icelandic labour market. Furthermore, they experience that the access to jobs related to qualifications and/or managerial positions is little to none and are mostly reserved for Icelanders. Finally, they experience that they do not have the right to discuss discrimination in the labour market and their feelings as they are males and qualified.

Samþykkt: 
  • 10.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Erna Dís Ingólfsdóttir.pdf726.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Erna Dís Ingólfsdóttir.pdf49.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF