is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39882

Titill: 
  • „Viðburðinum verður streymt“: Áhrif Covid-19 á vísindamiðlun, áskoranir og úrræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vísindamiðlun er eins fjölbreytt og sjálf vísindin. Í grunninn felst tilgangur vísindamiðlunar í að nota viðeigandi færni, miðla, athafnir og samræður til að framkalla eitt eða fleiri af eftirtöldum persónubundnum viðbrögðum einstaklinga við vísindunum: Vitund, ánægju, áhuga, viðhorfi og skilningi. Vísindamiðlun getur verið formleg miðlun á borð við fyrirlestra og verklega tíma á öllum skólastigum, fræðilega ráðstefnu, kynningar, málstofur og fleiri athafnir. Hún getur einnig verið óformlegri og félagslegri á borð vísindasetur og söfn, umfjöllun í sjónvarpi, útvarpi, á prenti og á Internetinu, sýningar og hátíðir. Þá má einnig flokka vísindamiðlun eftir innri eða ytri vísindamiðlun, þar sem innri vísindamiðlun á við um miðlun innan vísindasamfélagsins á meðan ytri vísindamiðlun er miðlun út í samfélagið til almennings.
    Þegar Covid-19 heimsfaraldurinn skall á heimsbyggðinni urðu margir viðburðir vísindamiðlunar fyrir áhrifum, sérstaklega í ljósi samkomubanna og fjöldatakmarkana. Mörgum viðburðum vísindamiðlunar var frestað eða aflýst á meðan öðrum viðburðum var reynt að finna annað miðlunarform en það að vera í raunheimum. Fjölmargir leituðu úrræða í tækninni og fluttu viðburði yfir á netið með því að bjóða upp á samræður með fjarfundabúnaði, fróðleik í beinu streymi eða á upptökum og fleiri miðlunarleiðum. Að tileinka sér nýja tækni og öðruvísi nálgun á miðlun vísindanna reyndist sumum áskorun auk þess sem þættir á borð við mannafl, kostnað, tímaramma og forgangsröðun annara verkefna höfðu áhrif á nýtingu tækifæra til að færa viðburðina yfir á netið. Þá bendir greining á kostum og göllum, þess að færa viðburð vísindamiðlunar alfarið yfir á netið, til þess að upplifun og virkni þátttakenda geti verið ólík á milli miðlunarforma og geti haft áhrif á vitund, ánægju, áhuga, viðhorf og skilning þeirra á vísindum.

  • Útdráttur er á ensku

    Science communication is as diverse as science itself. The basic objective of science communication is the use of appropriate skills, mediums, activities, and dialogue to induce one or more of the following individuals' personal responses to science: awareness, enjoyment, interest, opinion, and understanding. Science communication can be formal, such as lectures and practicals at all school levels, academic conferences, presentations, seminars, and other activities. It can also be more informal and social like, science centres and museums, tv and radio coverage, printed and online material, exhibitions, and festivals. It can also be categorized as internal or external, where internal science communication applies to mediation within the scientific community while external science communication applies to activities and dialogue with and for the public.
    When the Covid-19 pandemic hit the globe, many science communication events were affected, especially because of restrictions on assemblies and gatherings. Many science communication events were postponed or cancelled while other events were located to a different form of medium. Organizers of many events relied on the technology and moved their events online, offering dialogue using distance meeting platforms, live stream broadcasts, on-demand materials, and other mediums. Adopting to new technology and a different approach to the communication of science proved to be a challenge for some as well as factors, such as manpower, costs, timeframe, and the prioritisation for other projects, influenced the opportunity to move the event online. Furthermore, analysis of the advantages and disadvantages, of moving the science communication event online, suggests that the experience and activity of participants may differ between medium formats and that can affect their awareness, enjoyment, interest, opinions, and understanding of science.

Athugasemdir: 
  • Hægt er að horfa á miðlunarhluta þessa lokaverkefnis hér: https://youtu.be/hYzlaZM9bvs
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 10.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dfa2-yfirlysing.pdf196.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF
„Viðburðinum verður streymt“ Áhrif Covid-19 á vísindamiðlun, áskoranir og úrræði.pdf602 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna