Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39887
Árið 2020 gaf Þóra Karítas Árnadóttir út sögulegu skáldsöguna Blóðberg. Hún rekur sögu og örlög Þórdísar Halldórsdóttur, ein þeirra átján kvenna sem dæmdar voru til dauða og drekkt í Drekkingarhyl á tímum Stóradóms. Með framlagi sínu til bókmenntaheimsins hefur Þóra Karítas slegist í hóp höfunda sem leggja sitt af mörkum til að gefa valdalitlum röddum nýjan hljómgrunn. Með sögulegum skáldsögum hefur skapast mikilvægur vettvangur til að varpa ljósi á hina undirokuðu í mannkynssögunni og endurskrifa söguna frá þeirra sjónarhorni. Sá fjöldi sögulegra skáldsagna sem gefinn hefur verið út síðustu áratugi, ber bæði vott um mikilvægi þeirra inn á bókamarkaðinn, sem og mikinn áhuga almennings á slíkum bókmenntum. Til að raddir undirokaðra nái sem víðast er þörf á nákvæmri þýðingarvinnu á slíkum verkum, þar á meðal Blóðbergi, yfir á erlend tungumál. Í þessari ritgerð má finna enska þýðingu á formála og fyrstu tveimur köflum Blóðbergs (e. Sacred Sentence) eftir Þóru Karítas Árnadóttur ásamt greinargerð. Auk nánari umfjöllunar um höfundinn er greint frá mikilvægi sögulegra skáldsagna, þýðingu þeirra og erindi inn á erlenda bókamarkaði. Góð skil eru gerð á skilgreiningu sögulegra skáldsagna og þeim þáttum sem þýðandi þarf að hafa í huga við þýðinguna. Einnig eru tekin fyrir hin ýmsu þýðingarvandamál sem upp komu við yfirfærslu Blóðbergs á ensku.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA_ritgerd_sahara_ros.pdf | 487.21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 157.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |