is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39891

Titill: 
 • Mér datt þessa sögu í hug: Um þgf.-þf.-mynstur og fleiri tilbrigði í fallmörkun aukafallssagna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er sjónum beint að nýjungum í fallmynstri aukafallssagna. Algengast er að aukafallssagnir í íslensku hafi frumlög í þágufalli og sumar þágufallssagna taka með sér andlag í nefnifalli. Nýlega hafa þó fundist dæmi um að þágufallssagnir séu notaðar með þolfallsandlagi. Í ritgerðinni kynni ég niðurstöður rannsóknar minnar þar sem ég kannaði m.a. útbreiðslu þgf.-þf.-mynsturs (ia) og samræmis við þágufallsfrumlag (ib):
  (i) a. Páli leiðist handbolta mjög mikið
  b. Börnunum líða illa í þessum hita.
  Niðurstaðan er sú að þessar nýjungar eru vissulega samþykktar af ákveðnum hluta þátttakenda en útbreiðslan virðist ekki vera mikil. Þetta bendir til þess að hjá sumum málhöfum sé hulið nefnifall á þágufallsfrumlögum rétt eins og haldið hefur verið fram fyrir færeysku. Ég færi rök fyrir því að rökliðafjöldi aukafallssagna skipti máli varðandi breytingar á fallmörkun þeirra, eða með öðrum orðum að nefnifallsandlag haldi aftur af breytingum á falli frumlagsins, þar sem frumlag og andlag ættu ekki bæði að geta verið í nefnifalli. Áhrifin birtast meðal annars í því að þær sagnir sem verða fyrir nefnifallshneigð eru þágufallssagnir sem eru einrúmar, þ.e. þolanda- og þemasagnir, sem og þf.-þf.-sagnir.

Samþykkt: 
 • 10.9.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg51.35 kBLokaðurYfirlýsingJPG
MA-ritgerð.Hlif.Lokagerd.Okt_.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna