is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39894

Titill: 
  • Gleymt og grafið eða falin tækifæri?
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Orðið nýsköpun er mikið notað í samfélaginu um þessar mundir og mikilvægi þess í mismunandi geirum atvinnulífsins tíundað. Hvernig nýsköpun kallað er eftir hverju sinni er hins vegar erfiðara að greina og hvar hana er best að finna sömuleiðis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvar stjórnendur í fyrirtækjum leita vænlegra hugmynda og hvað verður um þær sem ekki eru nýttar. Til að afla gagna sem gætu varpað einhverju ljósi á viðfangsefnið voru tekin viðtöl við níu stjórnendur sem allir hafa mikla reynslu úr nýsköpunargeiranum hérlendis. Hver þátttakandi er, eða hefur verið, í stjórnunarstöðu nýsköpunarfyrirtækis hérlendis og enginn þeirra vinnur hjá sama fyrirtækinu. Rannsóknarspurningarnar eru tvær: Hvar leita fyrirtæki hugmynda til þróunar? og Hver eru afdrif vænlegra nýsköpunarhugmynda sem fyrirtæki nýta ekki?
    Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að ákveðinn samhljóm er að finna um uppsprettur vænlegra nýsköpunarhugmynda á meðal viðmælenda, þótt allir leiti ekki á sömu stöðum. Helstu uppspretturnar eru að þeirra mati; vandamál sem þarf að leysa, viðskiptavinir og notendur, starfsfólkið og markaðurinn sem fyrirtækið starfar á og allt sem honum tengist. Hugmyndum er skipt í flokka eftir því hvers eðlis þær eru, reynt er að greina hversu vænlegt það þykir að þróa þær, hvort tímasetningin sé rétt og hvort fyrirtækið geti framkvæmt þróunina og sótt ávinninginn. Viðmælendur nefna einnig hvernig stefna fyrirtækisins getur í senn haft áhrif á hugmyndaleitina, hvernig valið er hverjar þeirra þróast áfram og hver verði afdrif hugmynda sem ekki eru nýttar.
    Samkvæmt mati viðmælenda endar megnið af hugmyndum sem fyrirtæki og einstaklingar nýta ekki í ruslatunnunni. Þær sem lifa þó áfram tengjast helst kjarnastarfseminni, falla vel að stefnu fyrirtækisins eða eiga sterkan málsvara sem trúir á notagildi hennar síðar meir.
    Lykilorð: Hugmyndaleit, val, nýsköpun, ónýttar hugmyndir

Samþykkt: 
  • 10.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Samúels Ívars.pdf903,34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing í pdf.pdf175,92 kBLokaðurYfirlýsingPDF