Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39896
The aim of the present study was to examine the different ways in which consonant length was denoted in the 12th- and 13th-century Icelandic orthography. In the previous scholarship, three methods are traditionally identified in the surviving early Icelandic sources, i.e., digraphs, small capitals, and the use of a superscript dot on a single consonant symbol. However, the distribution and use of these different methods by individual scribes have never been examined systematically. A thorough overview of variation in scribal practice in this period can greatly enhance our understanding of internal relationships between the manuscripts and thus their use as sources of evidence for the history of the Icelandic language. For this reason, a corpus of early Icelandic hands from around 1150 to 1300 has been analysed by way of systematic random sampling. From the data collected, it has been possible to identify two other methods to denote consonant length used by the early Icelandic scribes, which should be considered as separate categories. These are the use of ligatures and the use of a superscript bar above minuscule “n” for long nn. The most relevant findings that have emerged from this study have been analysed in order to better understand the way in which these methods are found and used in the orthography, as well as their possible origin. Moreover, by applying the theory of “communities of practice,” 15 groups of Icelandic scribes have been identified as sharing similar orthographic practices with regard to their representation of geminate consonants. Several of these methods are unique to the Icelandic orthography and can therefore represent a determining factor in the comparative analysis with other writing traditions. To support this idea, a limited corpus of contemporary Norwegian hands has been analysed and results show that where similar trends are identified, an Icelandic influence is to be assumed. On the other hand, the emergence in Iceland of the use of a superscript bar to denote long nn around the middle of the 13th century might be an indicator of a possible Norwegian influence in a scribe’s orthographic practice. Comparable orthographic methods have not been identified in contemporary West Germanic writing cultures. Consequently, they can largely be regarded as Icelandic innovations. As such, they are not only characteristic for the Icelandic writing tradition but can also be used to identify internal links between scribes and manuscripts and communities of practice in Icelandic manuscript production in the 12th and 13th centuries.
Markmið þessarar rannsóknar var rannsaka ólíkar aðferðir til að auðkenna löng samhljóð í íslenskri stafsetningu á 12. og 13. öld. Fræðimenn hafa áður bent á þrjár meginaðferðir sem finna megi í þeim textum sem varðveist hafa, þ.e. tvíritun, hásteflinga og uppskrifaðan depil yfir einföldu samhljóðstákni. Útbreiðsla þessara ólíku aðferða og notkun einstakra skrifara á þeim hefur þó aldrei verið könnuð kerfisbundið, en traust yfirlit um tilbrigði í vinnubrögðum skrifara á þessu tímabili getur bætt miklu við skilning okkar á innbyrðis tengslum handritanna og þar með notagildi þeirra sem heimilda fyrir íslenska málsögu. Í þessari rannsókn var gögnum safnað kerfisbundið með eins konar slembiúrtöku úr verkum skrifara frá um 1150 til 1300. Í gögnunum birtast tvær aðferðir til viðbótar, notkun límingarstafa og uppskrifað strik yfir „n“ fyrir hið langa nn. Gögnin voru greind með það fyrir augum að kortleggja dreifingu og notkun einstakra aðferða og mögulegan uppruna þeirra. Enn fremur voru gögnin rýnd með tilliti til starfssamfélaga (e. communities of practice) og þar greindir 15 hópar skrifara eftir því hvernig þeir tákna löng samhljóð. Sumar þessara aðferða eru einstakar og einkennandi fyrir íslenska stafsetningu á þessu tímabili. Þær geta því nýst sem greinimark í samanburði við ritmenningu í öðrum löndum. Til að varpa frekara ljósi á þetta var samanburðarhópur norskra skrifara frá sama tíma rannsakaður með sama hætti. Þar sem líkindi voru með íslensku skrifurunum var oftast unnt að gera ráð fyrir íslenskum áhrifum. Aftur á móti má trúlega telja notkun uppskrifaðs striks yfir „n“ til að tákna hið langa nn í íslenskum handritum frá miðri 13. öld og síðar til norskra áhrifa. Sambærilegar aðferðir er ekki að finna í stafsetningu annarra vesturgermanskra þjóða á þessum tíma. Flestar virðast þær því íslenskar nýjungar sem auðkenna íslenska rithefð og geta jafnframt varpað ljósi á innbyrðis tengsl handritanna og einstök samfélög skrifara á Íslandi á 12. og 13. öld.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Giulia Zorzan MA Thesis.pdf | 13.88 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Declaration Giulia Zorzan.pdf | 388.66 kB | Lokaður | Yfirlýsing |