is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39897

Titill: 
  • Enskuleg orðaröð í íslensku. „Hún líka spilar vel á píanó"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands. Hún fjallar um könnun sem gerð var á stöðu persónubeygðrar sagnar í aðalsetningum í íslensku, einkum þar sem orðaröðin minnir á ensku. Könnunin var framkvæmd með dómaprófi þar sem þátttakendur voru beðnir um að meta dæmasetningar eftir þeirra eigin máltilfinningu. Kannað var samþykki á tveimur tegundum aðalsetninga með sögn í þriðja sæti; setningum með frumlagi í fyrsta sæti og setningum með kjarnafærðum lið í fyrsta sæti. Einnig voru nokkrir málhafar sem tóku þátt í könnuninni fengnir í viðtal þar sem þeir voru spurðir nánar út í dæmasetningarnar.
    Mat þátttakenda á setningum með frumlagi í fyrsta sæti og sögn í þriðja sæti (S3) réðst m.a. af því hvers konar atviksorð stóð í öðru sæti. Þannig fengu „enskulegar“ setningar með oft og líka í öðru sæti betri dóma en e.t.v. hefði mátt búast við, sérstaklega ef samhengissetning fór á undan. Sum dæmi með mælandaafstöðuorðum eins og bara, einmitt og líklega fengu aftur á móti lakari dóma en við var búist enda hefur yfirleitt verið gert ráð fyrir að sögn geti vel staðið í þriðja sæti í slíkum setningum.
    S3-dæmi með kjarnafærslu fengu almennt betri dóma en enskulegar S3-setningar með frumlagi í fyrsta sæti. Best gekk röðin í dæmum með vissum kjarnafærðum atviksliðum og forsetningarliðum í fyrsta sæti en mun síður með kjarnafærðu andlagi. Líkt og í setningunum með frumlagi í fyrsta sæti fengu kjarnafærslusetningarnar betri undirtektir ef samhengissetning fór á undan.
    Þegar litið er á mat á einstökum dæmum kemur í sumum tilvikum fram svolítill munur á elstu og yngstu þátttakendunum en niðurstöðurnar eru misvísandi og benda ekki til kerfisbundinnar þróunar í þessum efnum, t.d. þannig að yngri þátttakendurnir samþykki almennt frekar enskulega orðaröð. Tiltölulega hátt samþykkishlutfall sumra enskulegra dæma kemur þó nokkuð á óvart og gæti bent til þess að breyting sé að verða í málinu sem gengur þvert á aldurshópa en það þyrfti að rannsaka nánar.

Samþykkt: 
  • 10.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Enskuleg orðaröð í íslensku (BA-ritgerð).pdf760.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing2021-Írena.pdf369.58 kBLokaðurPDF