is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39900

Titill: 
 • Afneitunareyjan: Þróun íslenskrar loftslagsumræðu frá níunda áratugnum til okkar daga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um umræðu og viðbrögð Íslendinga við loftslagsbreytingum frá lokum níunda áratugarins fram að miðjum öðrum áratugi 21. aldar. Hlýnun jarðar vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum hefur verið umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla frá árinu 1988 og hefur hægt og bítandi orðið að pólitísku álitaefni sem stjórnmálaflokkar og ráðamenn komast ekki hjá því að taka afstöðu til.
  Eftir því sem athygli á málaflokknum hefur aukist hafa köll eftir aðhaldi í losun gróðurhúsalofttegunda orðið háværari. Allt frá því að loftslagsmál urðu að pólitísku umræðuefni á Íslandi hefur afneitun á loftslagsbreytingum sem vandamáli þó einnig verið áberandi. Umræða sem miðar að því að koma í veg fyrir að gripið sé til róttækra loftslagsaðgerða hefur þróast samhliða auknum áhyggjum af hnattrænni hlýnun. Sést það sér í lagi á því að íslenskir efasemdarmenn viku í síauknum mæli frá beinni afneitun á tilvist loftslagsbreytinga á öðrum áratugi 21. aldar og einbeittu sér fremur að gagnrýni á nytsemi sjálfra loftslagsaðgerðanna.
  Eftir stjórnartíð Davíðs Oddssonar, sem gerði lítið úr loftslagsvandanum og efaðist ítrekað um áreiðanleika loftlagsvísinda, virtust íslensk stjórnvöld ætla að taka á loftslagsmálum af meiri alvöru. Efnahagshrunið árið 2008 ýtti loftslagsmálum hins vegar út úr pólitískri umræðu í um hálfan áratug og jafnvel umhverfissinnaðir stjórnmálaflokkar stóðu ekki við fyrirheit sín um aðgerðir í málaflokknum á krepputímanum.
  Áhugi og áhyggjur af loftslagsmálum jukust á ný í kringum árið 2013 samhliða batnandi efnahagi og auknum þrýstingi erlendis frá. Loftslagsmál hafa verið fastur liður í íslenskri stjórnmálaumræðu síðan þá en ýmis ígildi loftslagsafneitunar tíðkast enn meðal margra stjórnmálaflokka og íslenskra áhrifamanna.

Samþykkt: 
 • 10.9.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNI.pdf495.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Afneitunareyjan BA-ritgerð m. forsíðu.pdf478.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna