Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39901
Miklar umbreytingar áttu sér stað í efnahagslífi á Íslandi á árunum 2019 til 2021. Hagvöxtur fór lækkandi og með tilkomu Covid-19 umbreyttist ferðamannastreymi til landsins sem tók stóran toll af viðskiptum ferðaþjónustunnar hér á landi. Seðlabankinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að halda verð- og fjármálastöðuleika á Íslandi og sporna gegn sveiflum í efnahagnum. Seðlabankinn brást við þeirri efnahagslægð sem átti sér stað með áhrifamiklum stýrivaxtalækkunum. Stýrivextir náðu sögulegri lægð í nóvember 2020, 0,75%, sem myndaði ný viðskiptatækifæri bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Stýrivextir miðlast út í fjármálakerfið og í kjölfar stýrivaxtalækkana lækkuðu bæði vextir og greiðslubyrði íbúðalána. Verðtryggð lán hafa átt stærstu hlutdeild íbúðalána á Íslandi en í kjölfar stýrivaxtalækkana hefur hlutdeild óverðtryggðra lána aukist. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána á Íslandi hefur verið há vegna hárra vaxta sem hefur takmarkað getu margra til að taka slík lán. Stýrivaxtalækkanir hafa gert það að verkum að greiðslubyrði þeirra hefur lækkað töluvert, og meira en af verðtryggðum lánum, og eru því óverðtryggð lán orðin vinsæll kostur meðal lántakenda. Með hagstæðum lánakjörum jókst eftirspurn eftir fasteignum og var metfjöldi viðskipta með íbúðahúsnæði í mars 2021. Vextir íbúðalána hafa fylgt þróun stýrivaxta og eru stýrivextir áhrifaríkt stjórntæki að því leyti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerd-skil..pdf | 654.14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_AEK.pdf | 239.5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |