is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39902

Titill: 
  • Titill er á spænsku De como la figura sublime de la mujer en la novela histórica es escenificada por Isabel Allende en Inés del alma mía (2006)
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Meðfylgandi ritgerð var skrifuð til fullnustu meistaragráðu í spænsku við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands og er á sviði bókmennta Rómönsku Ameríku. Viðfangsefni rannsóknarinnar felst í greiningu á skáldsögu Isabel Allende, Inés del alma mía, frá árinu 2006, þar sem sjónum er beint að bókmenntafræðilegri flokkun verksins og skoðun á atburarrás sögunnar og framsetningu aðalpersónu verksins, Inés Suárez.
    Rannsóknaspurningarnar sem liggja verkinu til grundvallar lúta annars vegar að því að skilgreina hvort umrædda skáldsögu Allende skuli flokka sem hefðbundna sögulega skáldsögu (s. novela histórica) eða sem póstmóderníska sögulega skáldsögu (s. nueva novela histórica / novela histórica postmoderna). Hins vegar beina þær sjónum að efnistökum Allende og eru þau borin saman við sögulegar heimildir frá og um tímabil landafunda Ameríku á 16. öld. Samanburðurinn nær ekki hvað síst til söguhetju Allende, spænsku ævintýrakonunnar Inés Suárez, sem tekur sér ferð á hendur yfir Atlantshafið og á sér margar og staðfestar fyrirmyndir í heimildum fyrri tíma. Helstu niðurstöður greiningarinna leiða í ljós að ógerlegt er að setja fram einfalda flokkun á verki Allende og að þótt höfundur styðjist mjög nákvæmlega við fyrirliggjandi heimildir þá leikur hún sér með hefðbundnar söguskýringar, fyrirliggjandi túlkanir, gildi hinnar opinberu sögu og karllægan framsetningarmáta hugmyndarinnar um hetjur. Ætlun hennar virðist vera að auka hlut kvenna við endurritun sögunnar og vekja athygli á framlagi þeirra til samfélagmótunar allt frá upphafi landnáms Evrópumanna í Rómönsku Ameríku.

  • Útdráttur er á spænsku

    La tesis expuesta ha sido completada para adquirir el título de M.A. (Master of Arts/Maestría), con especialización en Estudios Hispánicos de la Facultad de Lenguas y Culturas, Universidad de Islandia, la cual se enmarca dentro de los estudios literarios y culturales latinoamericanos. El objetivo es examinar la novela de Isabel Allende, Inés del alma mía (2006) en el papel privilegiado de su protagonista Inés Suárez y compararlo con los hechos contemplados en la historia. Esta tesis se enfoca en estudiar a la escritora para llegar a comprender considerablemente su perspectiva femenina y multicultural, así como otras posibles identidades. De esta forma será posible concebir lo expuesto en su novela y la forma como los hechos moldean el discurso. Las preguntas de investigación se basan en posicionar esta novela ya sea como histórica tradicionalista o por el contrario postmoderna para después observar cómo afecta la memoria colectiva de un pueblo. Los temas sobresalientes se han tenido en cuenta para entender la visión que Allende pretende transmitir a la mujer que se identifica culturalmente con ella. La primera parte del estudio incluye una aproximación a las corrientes de la Novela Histórica NH, así como de la Nueva Novela Histórica latinoamericana NNH que se aprovechará como puente para el marco teórico de la investigación. A continuación, se pasa a estudiar el desempeño de Inés tanto histórico como novelístico con lo que se descubren hechos inéditos, así como sorprendentes. Cualidades de liderazgo por parte de Inés prevalecen en ambos escenarios. Para terminar, se exponen aspectos con los cuales Allende cuestiona la verdad, los supuestos héroes, y los valores de la historia oficial. Se observa, esta novela sin decantarse por ninguno de los dos tipos de corrientes puede ser catalogada como la construcción de una historia que había estado por contarse, generando un discurso verídico con lo que se espera reivindique el desempeño de la mujer latinoamericana.

Samþykkt: 
  • 13.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YFIRLÝSING.png1.93 MBLokaðurYfirlýsingPNG
Tesis Novela Histórica Bibiam G..pdf564.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna