is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39906

Titill: 
  • Aðlaganir og kynjaðar endurgerðir: Litlar konur í eina og hálfa öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður tilgangur aðlagana úr bókum yfir í kvikmyndir skoðaður, hvaða áhrif slíkar aðlaganir hafa og hvað felst í aðlögunarferlinu sjálfu. Einnig verður skoðað hvað vekur áhuga okkar að endurgera slíkar aðlaganir oft og mörgum sinnum. Notast verður við aðlögunarsögu skáldsögunnar Little Women eftir Louisa May Alcott til þess að skýra hvaða möguleika aðlaganir og endurgerðir bjóða upp á og hvaða þýðingu þær hafa í menningarsögu okkar. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður aðlögunarfræðin skoðuð og þá einkum hvaða mismunandi skoðanir eru til staðar á því hvað telst góð eða trygg aðlögun. Loks í þriðja kafla ritgerðarinnar verður skáldsagan Little Women svo tekin fyrir og þær fjórar kvikmyndaaðlaganir sem gefnar hafa verið út greindar, en þær spanna 20. öldina fram á 21. öldina. Þá verður einkum reynt að sýna hvernig nýjasta aðlögunin frá árinu 2019 frelsar fortíðina með því að gefa sögunni og persónum hennar og þar með einnig Alcott, höfundinum sjálfum, meira rými en áður hefur verið mögulegt.

Samþykkt: 
  • 13.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Andrea Jónsdóttir - Aðlaganir og kynjaðar endurgerðir.pdf897.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
AndreaJónsdóttir_yfirlýsingSkemman.pdf153.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF