is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39907

Titill: 
 • Starfsfólk sem aðstoðar fatlað fólk í sjálfstæðri búsetu: Þekking, reynsla og áskoranir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu starfsfólks sem aðstoðar fólk með þroskahömlun og býr í sjálfstæðri búsetu. Samhliða því var kannað viðhorf starfsfólks til ríkjandi hugmyndafræði með tilliti til fötlunar og sjálfræðis og jafnframt upplifun þess af möguleikum sínum til starfsþróunar. Um er að ræða eigindlega rannsókn sem byggir á opnum einstaklingsviðtölum sem voru afrituð og greind með túlkunarfræðilegri nálgun. Þátttakendur voru sex starfsmenn sem störfuðu hjá meðalstóru sveitarfélagi á Íslandi. Þeir unnu í búsetuþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun sem býr í sjálfstæðri búsetu.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að viðhorf starfsfólks til fötlunar endurspegluðu að mestu leyti tengslaskilning, það er að fötlun er talin verða til í samspili einstaklings og umhverfis. Starfsfólk taldi hlutverk sitt felast í því að stuðla að sjálfræði og efla þátttöku íbúa, meðal annars með ákvarðanatöku þeirra í daglegu lífi. Oft fannst starfsfólki þó nauðsynlegt að grípa inn í flóknar aðstæður sem þeir álitu skaðlegar fyrir íbúa. Starfsfólkið taldi stefnu sveitarfélagsins vera óskýra og tilgreindi skort á fræðslu bæði í upphafi starfs sem og síðar. Þegar rannsóknin fór fram hafði sveitarfélagið hvorki formlega né yfirlýsta stefnu um málefni fatlaðs fólks. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að skortur á eftirfylgni og aðhaldi í starfsumhverfi þátttakenda geti komið niður á faglegu starfi þeirra. Engu að síður taldi starfsfólk auðvelt að leita eftir ráðgjöf og stuðningi hjá næsta yfirmanni. Þeim var treyst til þess að leysa úr verkefnum og það var ánægt með þann sveigjanleika sem það hafði til þess að prófa nýjar hugmyndir og nálganir í starfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to shed light on the experience of support staff that assists people with intellectual disabilities who live independently with support. Furthermore, to gain insight into how the staff views current ideology regarding disability and independent living, and their understanding of their possibilities for career development. This is a qualitative study and data was collected through semi-structured interviews. The data was then analyzed using a hermeneutic approach. The participants in this study were six support staff members who worked in a medium sized municipality in Iceland. They all worked at residential homes of people with learning disabilities who live independently.
  The main findings revealed that the support staff’s presumption of disability mostly reflected a relational approach, that is disability is considered to arise through the relationship between the individual him- or herself and the environment. The support staff considered it important to encourage independence and autonomy of the residents along with their decision-making in daily live. Nevertheless, they felt a need to intervene in complex situations that could potentially harm the residents. Participants found the municipality policy regarding the service to people with disabilities to be unclear and reported a lack of training at the start of their employment and later on. When this study was conducted the municipality did not have a formal policy regarding service to people with disabilities. Nonetheless staff thought they could easily seek counseling and support from their superior. They were trusted to look for solutions and were pleased with the flexibility they had to try out new ideas and approaches.

Samþykkt: 
 • 14.9.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerd-SunnaPétursdóttir.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemma, Sunna Pétursdóttir.pdf431.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF