Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39908
Í ritgerðinni verður athyglinni beint að birtingarmyndum kvenna í gamanþáttum með áherslu á konur og starfsframa. Skoðaðar verða þjóðfélagslegar aðstæður í Bandaríkjunum á tímum þáttanna og hvernig breytingar í kjölfar kvenréttindabaráttunnar hafa þar áhrif. Lögð verður áhersla á lykilþáttaraðir sem allar nutu mikilla vinsælda og skarta að einhverju leyti feminískum kvenhetjum. Ritgerðin skiptist í kafla eftir þáttunum og tímabilinu sem þeir eru fulltrúar fyrir. I Love Lucy sem að mörgu leyti mótuðu gamanþáttaformið á upphafsárum sjónvarpsins á sjötta áratugnum kom með uppreisnarsegginn Lucy Ricardo á sjónarsviðið. Hún þráir heitt að eiga einhvers konar starfsferil á sama tíma og staðalímyndinni um fyrirmyndarhúsmóðurina var haldið á lofti í dægurmenningunni. Ann Marie í That Girl sjöunda áratugarins leggur áherslu á að hún vilji vera standa á eigin fótum og einbeita sér að starfsferli sínum sem leikkona. Mary Richards í The Mary Tyler Moore Show varð á áttunda áratugnum að nokkurs konar táknmynd nútíma konunnar sem einbeitti sér að starfsferli sínum. Þá er samnefnd aðalpersóna Murphy Brown á níunda áratugnum harðskeyttur fréttamaður sem verður einstæð móðir. Í Friends á tíunda áratugnum er fylgst með Rachel Green taka sín fyrstu skref í átt að sjálfstæði og byggja upp farsælan starfsframa í tískuiðnaðinum. Hér verður fjallað um þættina út frá feminísku sjónarmiði og einnig komið inn á mikilvægi kvenna á bak við tjöldin til að koma sterkum kvenpersónum á skjáinn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.jpg | 1.98 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
MA ritgerð 2021 -2- Birtingarmyndir kvenna í gamanþáttum.pdf | 598.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |