is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39911

Titill: 
  • Ofbeldi og einelti á 19. og 20. öld. Einsögurannsókn á fólki á jaðrinum
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Sögur af sérkennilegu fólki er ríkur þáttur íslenskra bókmennta sem nefndar hafa verið verið þjóðlegur fróðleikur. Um er að ræða ýmis konar sagnaþætti sem birtust í bókum, blöðum og tímaritum á Íslandi á 19. öld og fram eftir 20. öld. Ýmsar þessara sagna af sérkennilegu fólki eru gamansögur af einstaklingum sem minna máttu sín í íslensku samfélagi fyrri tíðar. Sumir glímdu við andlegar eða líkamlegar skerðingar eða veikindi en aðrir þóttu einkennilegir vegna óhefðbundinna lífshátta, sérkennilegs háttalags og hegðunar. Margt af þessu fólki virðist hafa orðið fyrir barðinu á samferðarmönnum sínum með einum eða öðrum hætti því í sögunum má finna ýmsar lýsingar af illri meðferð og ljótri framkomu í þeirra garð – atvikum sem oft er lýst sem „saklausri“ stríðni eða „góðlátlegu“ gamni.
    Með einsögulegri aðferð (e. microhistory) eru teknar til sérstakrar skoðunar frásagnir af tveimur einstaklingum sem skáru sig úr fjöldanum í íslensku samfélagi á 19. öld, m.a. vegna mál- og talörðugleika og andlegra skerðinga. Ýmislegt í frásögnunum gefur til kynna að þau hafi í sínu daglega lífi þurft að þola erfiðar aðstæður og atvik sem í dag myndu falla undir skilgreiningar margskonar ofbeldis. Sögurnar eru því teknar til nánari athugunar með hugtök á borð við einelti og ofbeldi að leiðarljósi og þau notuð sem hjálpartól til að skoða frásagnirnar á annan máta en hingað til hefur verið gert. Með slíkum aðferðum er hægt að draga fram birtingarmyndir eineltis og ofbeldis í sögum af sérkennilegu fólki.
    Þá er velt upp hvort um sé að ræða ákveðna „eineltis- og ofbeldismenningu“ sem gekk út á grín á kostnað lítilmagnans og hálfgert skotleyfi á þá sem bundu ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Einnig er rætt um hvað beri að varast við heimildir líkt og sagnaþætti og skemmtisögur, en jafnframt hvaða tækifæri felast í þeim til að varpa nýju ljósi á ákveðinn hluta íslenskrar alþýðumenningar og aðstæður fólks á jaðri samfélagsins á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Rannsóknin sýnir svo ekki verður um villst að fólk sem lifði á jaðri samfélagsins vegna fötlunar sinnar eða annarra ástæðna mátti eiga von á því að vera útskúfað og atyrt við hvert tækifæri í lifandi lífi. Andi ofbeldis og eineltis sveif yfir vötnunum hjá háum jafnt sem lágum.

Samþykkt: 
  • 14.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marín Árnadóttir_MA-ritgerð í sagnfræði.pdf898.37 kBLokaður til...30.10.2021HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf249.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF