is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39912

Titill: 
  • „Design or die“: Hver er kjarnahvöt hönnuða?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kjarna hönnunar má skilgreina sem mannlega getu til að móta og búa til umhverfi okkar, til að uppfylla þarfir okkar og gefa lífi okkar merkingu. Þannig hafa hönnuðir með starfi sínu ekki bara áhrif á umhverfið heldur einnig á atferli fólks. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á kjarnahvöt íslenskra hönnuða, ásamt því að skoða hvort munur sé á drifkrafti íslenskra og danskra hönnuða. Lögð var áhersla á að skoða upplifun hönnuða sem reka og eiga eigin hönnunarmerki sem hafa þróast í að vera leiðandi á íslenskum markaði. Leitast var eftir að finna dönsk hönnunarmerki af sambærilegri stærðargráðu. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og fór gagnaöflun fram með viðtölum. Alls voru þrettán viðtöl tekin, sjö við íslenska hönnuði og sex við danska hönnuði. Rannsóknarspurningarnar eru tvær: Hver er kjarnahvöt íslenskra hönnuða og er munur á því hvað drífur íslenska og danska hönnuði áfram? Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að hönnuðir sem gerast lífstílsfrumkvöðlar eru drifnir áfram af þörfinni fyrir að stjórna sér sjálfir, byggja upp sitt eigið veldi og ósk sinni um aukið frelsi. Niðurstöðurnar benda einnig til að ákveðinn munur sé á íslenskum og dönskum hönnuðum, aðallega í formi þess að danskir hönnuðir upplifa sig betur stadda en þeir íslensku og að danskir hönnuðir með sambærilega veltu og íslenskir virðast hafa það mun betra rekstrarlega séð. Rannsakandi vonast eftir því að rannsóknin sýni fram á mikilvægi frekari rannsókna á hönnuðum sem frumkvöðlum og hvernig bætt þekking getur varpað ljósi á leiðir til að efla íslensk hönnunarmerki.

  • Útdráttur er á ensku

    Design, stripped to its core, can be defined as the human capacity to shape and create our environment, to serve our needs and to give meaning to our lives. In this way, designers' influence not only affects the environment but also people's behavior. The main objective of the study is to shine some light on the core motives of Icelandic designers and their goals, as well as to seek to examine whether there is a difference in the driving force of Icelandic and Danish designers. Emphasis was placed on examining the experience of designers who operate and own their own design brands that have developed into leading design brands in the Icelandic market, when finding the Danish design brands an emphasis was put on finding brands of camparable size. An qualitative research method was used and data collection took place through interviews, a total of thirteen interviews were conducted, seven with Icelandic designers and six with Danish designers. The research questions are two: What is the core motivation of Icelandic designers and is there a difference between what drives Icelandic and Danish designers? The results of the study show that designers who become lifestyle entrepreneurs are driven by their need to be in controle, build their own empire and their desire for more freedom. The results also indicate that there are certain differences between Icelandic and Danish designers, mainly in the form of Danish designers feeling more success than Icelandic ones and that Danish designers with simular turnover to Icelandic designers seem to fare better operationally. The researcher hopes that the study will show the importance of more research on designers as entrepreneurs and how improved knowledge can shed light on how Icelandic design brands can be strengthened.

Samþykkt: 
  • 14.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Design or die Linda Jóhannsdóttir 100184-2229.pdf754.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni Linda Jóhannsdóttir.pdf592.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF