is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39918

Titill: 
  • ,,Að læra til að breytast og þroskast" Safnfræðsla í takt við samfélagsbreytingar á 21. öld
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um safnfræðslu á 21. öld. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fræðsluramminn; „Nám til að takast á við breytingar“ (e. „Learning for Change“) eftir Ngaire Blankenberg kynntur til sögunnar. Með nafni fræðslurammans er höfundur að vísa til ytri samfélagsbreytinga, jafnt sem breytinga sem leiða til þroska safngesta. Tilgangur fræðslurammans er að styðja við menntun fólks í söfnum. Blankenberg segir að söfn séu tilbúin að veita þennan stuðning með því að bjóða fram safnið og allt sem því tilheyrir þ.e. safnkostinn, safnaumhverfi og starfsfólk, með það að markmiði að efla margskonar færni og eiginleika safngesta. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður búið til safnfræðsluverkefni, þar sem nálgun fræðslurammans er höfð að leiðarljósi. Verkefnið byggir á safnkosti Þjóðminjasafns Íslands, þar sem þrjú textíllistaverk frá miðöldum hafa verið valin, og eru þau öll til sýnis á grunnsýningu safnsins. Safnfræðsluverkefnið, sem er í formi viðburðar, ber heitið Leikur með nál – textíllist á miðöldum. Markmiðið með viðburðinum er að gera menningararf Þjóðminjasafnsins aðgengilegri safngestum, og stuðla jafnframt að breytingum og þroska þeirra á ýmsum sviðum. Notaðar eru mismunandi kennsluaðferðir, á borð við myndlæsi, sögulæsi og sögulega samkennd.

Samþykkt: 
  • 16.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð, Linda S Guðmundsdóttir lokaeintak.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlysing.jpg714.38 kBLokaðurYfirlýsingJPG