Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39925
Bakgrunnur: Við efnaskiptaaðgerðir fyrir einstaklinga með alvarlega offitu, eru gerðar breytingar á meltingarveginum sem hafa áhrif á efnaskipti, líkamsþyngd, fylgisjúkdóma offitu og lífsgæði almennt. Hinsvegar geta þessar aðgerðir aukið líkur á næringarefnaskorti, eins og til dæmis járnskorti.
Markmið: Að kanna járnbúskap einstaklinga fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um niðurstöður mælinga á styrk hemoglóbíns (Hb) (n=804) og ferritins í sermi (n=718) voru fengnar úr sjúkraskrám þeirra sem fóru í efnaskiptaaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2018, annars vegar magahjáveituaðgerð (n=902) og hinsvegar magaermi (n=64) sem framkvæmd hefur verið frá árinu 2015. Um 80% einstaklinganna sem fóru í efnaskiptaaðgerð, voru konur. Blóðleysi var skilgreint sem Hb < 134 g/L fyrir karla og Hb < 118 g/L fyrir konur. Járnskortur var skilgreindur sem ferritin < 30 µg/L fyrir karla og konur > 50 ára, en sem ferritin < 15 µg/L fyrir konur ≤ 50 ára. Hætta á járnofhleðslu var skilgreind sem ferritin >400 µg/L fyrir karla og konur >50 ára, en sem ferritin >150 µg/L fyrir konur ≤ 50 ára. Sjúklingar fá ráðleggingar um inntöku fæðubótarefna við útskrift og við endurkomur á göngudeild efnaskiptaskurðaðgerða á Landspítala. Við samanburð milli tegunda aðgerða var einungis horft til áranna 2015-2018.
Niðurstöður: Fyrir aðgerð voru 6 karlar (4,2%) og 24 konur (3,6%) með blóðleysi, en 18 mánuðum eftir aðgerð voru 26 karlar (25,2%) og 57 konur (10,3%) með blóðleysi. Með járnskort fyrir aðgerð voru 3 karlar (2,5%) og 46 konur (7,7%), en 18 mánuðum eftir aðgerð hafði þeim fjölgað í 11 karla (12,6%) og 109 konur (21,7%). Hlutfall þeirra sem töldust í hættu á járnofhleðslu var svipað fyrir og eftir aðgerð, eða 4,6 – 6,6%. Þegar tegundir aðgerða eru bornar saman kom í ljós marktækur munur á breytingu í styrk ferritíns eftir því hvort einstaklingur fór í magahjáveitu- eða magaermisaðgerð, þrátt fyrir að enginn marktækur munur hafi verið á styrk ferritíns milli hópanna fyrir aðgerð. Þannig lækkaði ferritín um 22.8 (60.3) µg/L hjá konum sem fóru i magahjáveituaðgerð en hækkaði að meðaltali um 30.1(101) µg/L eftir magaermisaðgerð.
Ályktun: Blóðleysi, járnskortur sem og hætta á járnofhleðslu sást hjá hluta einstaklinga sem voru á leið í efnaskiptaaðgerð á Landspítala. Þegar líður frá aðgerð fjölgar þeim sem teljast vera með járnskort og blóðleysi hjá báðum kynjum. Niðurstöður benda til þess að einstaklingsmiðaðar ráðleggingar um töku bætiefna séu mikilvægar og að huga þurfi að leiðum bæði til að minnka líkur á járnskorti og hættu á járnofhleðslu eftir aðgerð. Frekari rannsókna er þörf til að skoða ástæður þess að það sást munur á breytingu í styrk ferritíns eftir aðgerðategund.
Background: In metabolic and bariatric surgeries for morbid obesity, changes are made to the gastrointestinal tract that affects the body's metabolism, body weight, comorbidities of obesity and quality of life. However, these surgeries can increase the risk of nutrient deficiencies, such as iron deficiency.
Aim: To evaluate the iron status in participants, before and after metabolic and bariatric surgery at Landspítali.
Method and material: The results of hemoglobin (Hb) measurements (n=804 ) and serum ferritin measurements (n=718 ) of subjects who underwent metabolic and bariatric surgery at Landspítali, in 2001-2018, were retrieved from the electronic medical records at LSH. The subjects underwent either Roux-en-Y Gastric Bypass (RYGB) (n=902) or Sleeve Gastrectomy (SG) (n=64), the latter being practised at LSH since 2015. About 80% of the individuals who underwent metabolic and bariatric surgery were women. Anemia was defined as Hb<134 g/L for men and Hb <118 g/L for women. Iron deficiency in men and women > 50 years was defined as ferritin <30 µg/L, but for women ≤ 50 years as ferritin< 15 µg/L. Risk of iron overload defined as ferritin > 400 µg/L for men and women > 50 years, but for women ≤ 50 years as ferritin > 150 µg/L. Patients got recommendations about supplements intake before discharge from the hospital and when attending follow-up at Landspítali. When comparing results according to type of surgery, information from years 2015-2018 was used.
Results: Before the surgery 6 men (4.2%) and 24 women (3.6%) had anemia, but 18 months after surgery 26 men (25.2%) and 57 women (10.3%) had anemia. Before the surgery, 3 men (2.5%) and 46 women (7.7%) had iron deficiency, but 18 months after surgery the number of subjects defined as being iron deficient had increased to 11 (12.6%) and 109 (21.7%), respectively. The proportion of individuals defined at risk of overload was similar before and after surgery or 4.6 - 6.6%. A significant difference was seen in changes in ferritin concentration in women according to type of surgery, where the ferritin concentration was found to decrease on average by 22.8 (60.3) µg/L in those who underwent RYGB, while an 30.1 (101) µg/L increase was seen in the group who had SG. No significant difference in ferritin values in women before surgery.
Conclusion: Anemia, iron deficiency, and the risk of iron overload were seen in some individuals who were undergoing metabolic and bariatric surgery at Landspítali. The number of individuals defined as being iron deficient and anemic increases after surgery, both in men and women. The results indicate that individualized recommendations for taking supplements are important and ways need to be considered both to reduce the risk of iron deficiency and the risk of iron overload after surgery. Further studies are needed to examine the reasons for the difference in changes in ferritin concentration, by type of surgery.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Iron status before and after metabolic and bariatric surgery in Landspítali.pdf | 9.11 MB | Lokaður til...22.09.2026 | Heildartexti | ||
Skemman_yfirlysing.pdf | 218.94 kB | Lokaður | Yfirlýsing |