Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39940
Ferðaþjónusta er stór atvinnugreiná heimsvísu og hefur hún vaxið hratt undanfarna sex áratugi. Þjóðgarðar eru vinsæll áfangastaður ferðamanna. Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar og þeirra elstur er þjóðgarðurinn á Þingvöllum.Þingvellir eru merkur staður fyrir margar sakir en þar var elsta þing í heimi stofnað árið 930 auk þess sem svæðið er einstakt á jarðfræðilega vísu. Þangað koma margir gestir á ári hverju ogtil þess að bregðast við auknum fjölda gesta hefur mikiluppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár áinnviðum í þjóðgarðinum. Samhliða því hefur átt sérstaðgagnasöfnun, bæði bein og óbein, um notkun gesta á innviðum í þjóðgarðinum. Þar má nefna bílastæði með myndavélakerfi og gönguteljara á fjölförnum stöðum.Þetta verkefni var tvíþætt:Í fyrri hlutanumvoru fyrirliggjandi gögnum notkun gesta á innviðum í þjóðgarðinum á Þingvöllumá tveggja ára tímabili tekin og greind með það að markmiði að kanna hvort hægt sé að nýta fyrirliggjandi upplýsingar um gestakomur og notkun á innviðum til að búa til módel og með því spá fyrir um þaðhvaða áhrif fjölgun ferðamanna hafi á þolmörk innviða og upplifun gesta.Niðurstöðurnar voru þær aðmeð óbreyttum gögnum gefur greiningin einungis takmarkaða mynd. Greining gagnanna jók hins vegar skilningá því hvað geraþarfvarðandi fyrirkomulag og framsetningu við gagnsöfnunog eru gerðar tillögur að því hvernig bæta skuli gögnin til að ná þessu markmiði. Lagt er til að gagnasöfnun í þjóðgarðinum verði bætt á ýmsan hátt og tryggt verði að starfsmenn þjóðgarðsins hafi alltaf aðganga að öllum þeim gögnum sem safnast.Einnig er lagt til að gestakannanir verði gerðar reglulega og niðurstöður þeirra settar saman við fyrirliggjandi gögn. Þannig geta stjórnendur þjóðgarðsins séð á hvaða tímapunkti gestum finnst upplifun þeirra vera síðri en ella.Hinn hluti verkefnisins var gestakönnun sem hafði það markmiðað kanna upplifun gesta í þjóðgarðinumá Þingvöllumá tímum heimsfaraldurs COVID-19.Gestakönnunin var framkvæmd frá 24. ágúst 2020 til 4. október 2020. Veggspjöld með QR-kóða voru hengd upp í þjóðgarðinum og ákveðnar stöðvar voru mannaðar eftir fyrirfram ákveðinni áætlun. Gestir skönnuðu QR-kóðann og voru þannig leiddir inn á spurningakönnun verkefnisins. Alls fengust 298 svör (n=298) og helstu niðurstöður bentu til þess að gestir hafi verið mjög ánægðir með upplifun sína af heimsókn í þjóðgarðinn á umræddu tímabili.Einnig fengust mikilvæg grunngögn um viðhorf gesta til ástandsinnviða og upplifunar. Könnunina er hægt að endurtaka til að fá betri skilning á þróun ástands og tengja þær upplýsingar við gögn um nýtingu innviða í þjóðgarðinum.
Tourism is a big sector world wide and has grown rapidly in the last six decades. National parks are popular destinations for tourists. In Iceland there are three national parks and the oldest one is the national park of Þingvellir. Þingvellir National Park hosts the oldest parliament in the world, established there in year 930 and unique geological features.A large number of tourists visit the national park every year which demands an increasing amount of physical infrastructure. Paralell to that the national park has been collecting data, both directly and indirectly, on visitor use of infrastructure in the park. Data collection methods included a camera system on parking lots and trail counters. This assignment was twofold: In the first part available data from two years were analysed. The goal was to test if it is possible to use the available data on visits and the use of infrastructure to developea model by which to forecast the effects growing tourist numbers would have on infrastructure tolerance and the experience of guests. The results show that with unchanged data the analysis only gives a limited vision. On the other hand,the analysis increased understanding on what needs to be done regarding the arrangement of the data and how they are represented. To reach that goal,suggestions are made on how to improve the data. It is suggested that the data collection in the national park will be improved in some ways and it will be ensured that park staff will have access to the data at all times.It is also suggested that the park regularly implement visitor surveys with the results consolidated with the available data. In that way the national park authorities can determine at what point visitor experience deteriorates. The second part of this assignment was a visitor survey that was conducted from the 24th of August 2020 until the 4th of October2020. The goal was to survey the experience of visitors in the national park of Þingvellir at a unique time when the pandemic of COVID-19 was ongoing.Posters with QR-codes were hung up in the park and certain sites were manned by a plan that was decided beforehand. Guests scanned the QR-code and from there they were led onto the site where the visitor survey was hosted. In total 298 guests (n=298) answered the questions and the main results indicated that the guests were very satisfied with their experience of their visit to the national park in the period in question.Furthermore, important basic data of guests attitudes towards infrastructure and their experience was gained, an exercise readily repeated with arising data complimentary to existing datasets.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS ritgerð uppsett portrait 2020 master2_LOKA_JKS.pdf | 5,17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |