is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39950

Titill: 
  • Straumvötn í þéttbýli. Staða Glerár og virði fyrir samfélagið á Akureyri.
  • Urban rivers. The value of Glerá river for the municipality of Akureyri.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var leitast við að meta virði straumvatns í þéttbýli út frá sjónarhorni umhverfis og samfélags. Rannsóknin beindist að Glerá sem rennur í gegnum þéttbýlið á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt; annars vegar að skoða landslagseinkenni og landnotkun meðfram Glerá og hins vegar að kanna hagrænt virði árinnar í hugum íbúa á Akureyri. Landslag meðfram Glerá var greint og flokkað með aðferðafræði landslagsgreiningar (e. landscape character assessment) en aðferðin byggir á þeirri skilgreiningu að landslag er allt umhverfi okkar, bæði manngert og náttúrulegt. Rannsóknarsvæðinu var skipt í sjö einkennissvæði sem hvert um sig var flokkað og greint m.t.t. landslagsþátta í því skyni að greina núverandi stöðu og þróunarmöguleika svæða og voru niðurstöður flokkaðar með SVÓT greiningu. Niðurstöður landslagsgreininga sýndu að svæði meðfram Glerá voru almennt vel gróin en samfella grænna svæða var rofin af umferðargötum og athafnasvæðum. Rannsóknarsvæðið var nánast allt manngert og raskað og ógegndræpt yfirborð ríkjandi á neðsta hluta þess. Þá voru umferðargötur jafnframt áberandi landslagsþáttur á nánast öllu svæðinu. Skjólleysi var einkennandi og gil og gljúfur árinnar stuðluðu að náttúrufegurð svæðisins. Með aðferðum umhverfishagfræðinnar var leitast við að leggja hagrænt mat á virði Glerár fyrir íbúa. Notast var við skilyrt verðmætamat (e. contingent valuation), þar sem spurningakönnun var lögð fyrir úrtak íbúa á Akureyri og þeir spurðir hvort og þá hversu mikið þeir voru reiðubúnir að greiða fyrir tiltekna uppbyggingu sem myndi leiða til aukins aðgengis að Glerá og bökkum hennar fyrir íbúa. Niðurstöður sýndu að þátttakendur voru reiðubúnir að greiða að jafnaði tæplega sjö þúsund krónur fyrir slíka uppbyggingu, sem þýðir um eitt hundrað milljónir króna fyrir alla skattgreiðendur í sveitarfélaginu. Þá leiddu niðurstöður jafnframt í ljós að þann ágóða sem samfélagið á Akureyri nýtur frá Glerá má fella undir bæði notagildi og gildi óháð notkun. Notagildi er töluvert, bæði fyrir innviði sveitarfélagsins sem og íbúa og atvinnulíf. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um virði svæða meðfram Glerá fyrir samfélagið á Akureyri. Þær upplýsingar og gögn sem rannsóknin aflar um ána og umhverfi hennar má nýta við skipulagsvinnu og ákvarðanatöku varðandi landnotkun meðfram ánni. Jafnframt getur rannsóknin skapað grundvöll fyrir áherslubreytingar við skipulagsgerð og jafnvægi milli manngerðs og náttúrulegs umhverfis meðfram Glerá. Þá getur almenningur notið góðs af niðurstöðum rannsóknarinnar með aukinni þekkingu á þeim náttúrugæðum sem til staðar eru í nærumhverfinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the present work was to assess the value of an urban river based on environmental and social factors. The research focused on Glerá river which flows through the town of Akureyri in North Iceland. The main goal of the study was twofold; to look at landscape patterns and land use along the Glerá river and to assess the economic value of the river for the residents of Akureyri. The landscape along Glerá was analyzed and grouped using landscape character assessment, in which landscape is defined as our entire environment, both manmade and natural. The research area was divided into seven characteristic areas, each one was classified and analyzed with respect to landscape components to evaluate its present state and development potential. The results were grouped using SWOT classification method. Results from the economic evaluation revealed that the areas adjacent to Glerá were generally rich in vegetation but the continuity of green areas was interrupted with roads and various land-use. The research area was almost entirely manmade and a disturbed, impermeable surface was dominant downstream. Transportation routes were also a prominent part of the landscape in almost the entire area. Lack of shelter was characteristic, and ravines and canyons contributed to the scenic beauty of the area. The economic value of Glerá for the residents was estimated using environmental economics. Contingent valuation was utilized, where the residents of Akureyri were asked to participate in a questionnaire, asking them how much they were willing to pay for a specified development which would improve people’s access to the banks of Glerá. The economic value of Glerá was then estimated from the results from the questionnaire using contingent valuation, indicating that the participants in a survey were willing to pay the average amount of nearly 7000 ISK for the development in question, which amounts to about one hundred million ISK total for Akureyri’s taxpayers. The results revealed that the value of Glerá to Akureyri’s society can be classified as both use value and non-use value. The use value is considerable, both for the infrastructure of the community as well as for the residents and economic activity. The results of this research give an indication of the value of areas adjacent to Glerá for the society of Akureyri. The information and evidence that the research provides about the river and its environment can be used in planning and decision-making concerning landuse along the river. The research can create a basis for a new emphasis in planning and balance between manmade and natural environment along Glerá. Moreover, the public can benefit from the results of the research by increasing their knowledge of the natural qualities present in the microenvironment.

Samþykkt: 
  • 29.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Markúsdóttir_MS ritgerð_lokaskil.pdf5,12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna