is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39968

Titill: 
  • Effects of altered Pontin and Reptin expression on protein aggregation and neurodegeneration
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Pontin og Reptin eru tvö náskyld prótein sem hafa fjöldamörg hlutverk. Ég vildi halda áfram að rannsaka hlutverk þeirra í taugafrumum. Nánar tiltekið vildum við leggja mat á tengsl þeirra við próteinútfellingar og taugahrörnun með bananaflugu sem rannsóknalífveru. Við þróuðum sérstakan prentanlegan kraga til að skera sneiðar af fluguheilum fyrir smásjárskoðun ásamt einfalt tæki til að meta ljóssæknihæfni flugna. Ljóssækni er atferli sem hrörnar með aldri og við notuðum það til að meta framgang taugahrörnunar in vivo. Við lituðum einnig heila úr fullorðnum flugum og flakaðar lirfur með mótefni fyrir poly-Ubiquitíni til að meta uppsöfnun próteinútfellinga í stofnum með breytta tjáningu pontins og reptins. Örðugleikar leiddu til þess að við náðum ekki að ljúka öllum hlutum verkefnisins, en þrátt fyrir fáar endurtekningar benda niðurstöður okkar til þess að bæði yfirtjáning og bæld tjáning auki uppsöfnun próteinútfellinga í taugavef. Við höfðum ekki nægileg gögn til að staðfesta að samband sé á milli úrfellingar pontins og reptins og hraðari hrörnunar ljóssæknihæfni, en við sýnum fram á að hún minnkar upphafslega hæfni þeirra til að sækja í ljós.

Samþykkt: 
  • 1.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Loka umbætt.pdf2.09 MBLokaður til...01.10.2031HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf430.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF