en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/3996

Title: 
  • Title is in Icelandic Orsakir búferlaflutninga kvenna af landsbyggðinni
Other Titles: 
  • Other Titles is in Icelandic Causes of relocation of women from rural aeas to the capital area in Iceland
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsókn þessi er verkefni til meistaraprófs við menntavísindasvið
    Háskóla Íslands.
    Verkefnið varðar konur sem fluttu af landsbyggðinni til
    höfuðborgarsvæðisins á árunum 2003-2007. Kannað var hvaða ástæður
    liggja til grundvallar ákvörðun um búferlaflutning og sjónum beint
    sérstaklega að því hvort fábreyttur vinnumarkaður sé meginástæðan fyrir
    búferlaflutningum kvenna. Sérstaklega var kannað hvort vísbendingar
    fyndust um að langskólagengnar konur flyttust frekar en konur með stutta
    skólagöngu. Einnig var sjónum beint að aðgerðum stjórnvalda til að
    styrkja byggð, aðkomu kvenna að þeim hvort og þá í hve miklum mæli
    þær aðgerðir hafa tekið mið af óskum og þörfum kvenna.
    Gagna var aflað með spurningalistum og var svara leitað með símtölum
    auk þess sem opinber gögn voru skoðuð til að kanna stefnumótun,
    vinnuaðferðir stjórnvalda og hlut kvenna í umræðunni.
    Niðurstöður sýna að helstu ástæður fyrir búferlaflutningum 20–39 ára
    kvenna af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins eru nám, fábreyttur
    vinnumarkaður á landsbyggðinni og betri launakjör á höfuðborgarsvæðinu.
    Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun er
    nær eingöngu í höndum karla.
    Lykilorð: Stefnumótun, landsbyggð, atgervistap, kynjahlutfall, flutningsjöfnuður.

Accepted: 
  • Oct 12, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3996


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AKG Ors. búf. loka.pdf2.49 MBOpenHeildartextiPDFView/Open