is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39971

Titill: 
  • Stafræn nálgun á textílmennt : mat á möguleikum nýrrar tækni og þróun kennsluleiðbeininga í textílmennt fyrir grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis var að auka faglega hæfni mína í stafrænni nálgun á textíl í þeim tilgangi að gera kennsluleiðbeiningar fyrir textílmenntarkennara í grunnskólum, sem geta stutt við þróun starfrænna kennsluhátta í textílmennt. Grunnskólar hafa síðustu árin staðið frammi fyrir vaxandi kröfum um nýsköpun og nám og kennslu í starfrænni tækni sem tengd er við nýjar áherslur 21. aldarinnar. Líkt og við á í flestum greinum atvinnulífsins er textíliðnaðurinn að breytast ört. Stafrænar áherslur í hönnun og framleiðslutækni og ný viðhorf til þess hvernig má nýta nútíma tækni í textíl í bland við hefðbundnar aðferðir eru orðnar mjög áberandi. Kennsla í stafrænni tækni þarf því ekki síður að ná til textílmenntar en annarra námsgreina og þróun textílmenntarkennslu þarf að taka mið af þessum breyttu áherslum. Hér á landi hefur verið hröð þróun í uppbyggingu skapandi rýma í skólum og hafa víða verið settar upp svokallaðar snillismiðjur, þar sem er hægt að nálgast ýmis konar stafrænan búnað sem væri kjörið að nýta í textílmenntarkennslu. Raunin virðist hins vegar vera sú að þessi úrræði eru lítið notuð í textílmennt. Verkefnið er unnið í samstarfi við Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur þar sem ég fékk aðstöðu til að þróa aðferðir í notkun starfrænnar tækni í textíl. Við þróun verkefnisins studdist ég við aðferðir starfendarannsókna. Þannig vann ég markvisst að því að auka hæfni mína á sviði stafrænnar nálgunar með textíl og kanna möguleikana og bestu aðferðirnar við að nýta nýja og framsækna tækni í textílmenntarkennslu. Eftir að hafa komist að niðurstöðu og dregið ályktanir af tilraunum mínum, kannað áhugasvið og stöðu stafrænnar nálgunar í óformlegum könnunum og samtölum við textílmenntarkennara í grunnskólum Reykjavíkur gat ég gert raunhæfar kennsluleiðbeiningar sem stutt geta við starfsþróun textílmenntarkennara. Kennsluleiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vefsíðunni stafræn nálgun á textílmennt þar sem einnig má finna önnur verkefni og upplýsingar.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this project was to increase my professional skills and competence when working with digital textiles and to make it available to textile teachers in the form of teaching instructions, adapted to Icelandic primary schools. My vision is to participate in expanding the knowledge base to further innovation of fresh ideas and skills into the vast Icelandic textile tradition. Icelandic primary schools have in recent years been tasked with meeting the increased demands for innovation in education in the 21st century by incorporating digital technology in education. Like most trades, the textile industry is now in constant flux. Digital methods in design and production technology along with new perspectives on how modern approaches can be integrated with the traditional methods, have become prominent. Textile trade in Iceland, must like other trades participate in this worldwide evolution. Emphasis should be on educating students and endorsing and supporting schools, teachers and pupils to innovate, using digital solutions in textile as in other education. There has been a rapid development in the implementation of creative spaces for primary schools in Iceland. Many schools have made dedicated makerspaces where students can access many kinds of digital machinery that could easily benefit textile education. In reality, most textile curricula do not implement these machines at all. My project was made possible through cooperation with Mixtúra, where I got an outstanding opportunity to develop methods for using digital technology in textile work. Mixtúra is the center for promoting information- and creative technology services to schools and after school leisure centers in Reykjavik's school system. Throughout the project, I used methods from action research. Through that process I purposefully worked toward becoming competent with digital approaches to textiles in order to explore which teaching methods would be most effective to implement these new and progressive technologies in textile education. I have reached my results and concluded my experiments by probing teachers' interest, checking the current status of use of digital solutions in textile education in Reykjavík’s primary schools. Using informal polls, observations, and speaking with teachers, I managed to make and test realistic teaching instructions that I hope can aid and support the occupational development of textile teachers.

Samþykkt: 
  • 1.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexía Rós- Stafræn nálgun á textílmennt - lokaútgáfa.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna