is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39974

Titill: 
  • Söngvara formandinn : hljóðfræðilegt einkenni í klassískum söng
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannsheyrnin er næmust á tíðnisviðinu 2000-5000Hz. Klassísk söngtækni, sem miðar að tónlistarflutningi án aðstoðar hljóðmögnunarkerfa nútímans, hefur margvíslegar leiðir til að notfæra sér þetta ójafnvægi heyrnarinnar með því að ýkja hljóðrófshæðir raddarinnar á því tíðnisviði. Söngvara formandinn er sérlega sterk hljóðrófshæð í kringum 2.8 kHz sem einkennir aðallega þjálfaðar karlraddir í vestrænni óperu- og koserthefð. Að mestu leiti óháð sérhljóða virðist hún vera nauðsyn- leg dýpri röddum til að skera í gegnum hljóm hljómsveitarinnar sem hefur meiri yfirgnæfingarmátt á lægri tíðnum en hærri. Við gerð þessa texta var stuðst við heimildir úr fræðibókum og fræðiritum. Í fyrstu er fjallað stuttlega um undirstöðuatriði í hljóðeðlisfræði til að renna stoðum undir mikilvægi þessa hljóðfræðilega fyrirbrigðis sem söngvara formandinn er. Þar næst verður hugtakið formandi útskýrt, en það á uppruna sinn í málvísindum til að lýsa hljóðrófseinkennum sérhljóða. Meginkafli ritgerðarinnar fjallar um söngvara formandann, einkenni hans og sögu, hvernig talið sé að hann myndist í holrúmum í barkakýlinu þó erfitt sé að sannreyna það og hvers vegna og hvaða önnur hljóðrófseinkenni þjóna sennilega stærra hlutverki í kvensöng.

Samþykkt: 
  • 1.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AIngvarssonSongvaraformandinnBMus.pdf5.06 MBOpinnPDFSkoða/Opna