is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39975

Titill: 
  • Raddheilsa og raddmenning söngvara og kennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa margsýnt að ekki sé nógu vel hugað að raddheilsu þeirra starfsstétta sem notast við rödd sína sem atvinnutæki. Talið er að söngvarar og kennarar séu í sérstakri hættu á að þróa með sér raddvandamál. Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman raddheilsu og helstu áhættuþætti raddvanda meðal söngvara og kennara, auk þess að afla upplýsinga og þekkingar um hagnýtar og notendavænar aðferðir til að minnka líkur á raddvanda meðal þessara hópa. Sérstaklega var skoðuð gagnsemi „Semi Occluded Vocal Tract“ æfinga (SOVT). Í ljós kom að raddvandamál virðast algeng meðal þessara tveggja starfsstétta. Rannsóknir hafa einnig staðfest gagnsemi SOVT-æfinga þegar kemur að raddvandamálum og að þjálfa upp góða raddbeitingu og nýtast þær fjölbreyttum hópi fólks. Þar sem störfum söngvara og kennara fylgir umtalsvert meiri hætta á skertri raddheilsu samanborið við aðrar starfsstéttir má leiða líkur að því að þeir sem starfa innan þessara stétta séu ekki meðvitaðir sem skyldi um góða raddbeitingu og raddvernd. Þar gæti aukin fræðsla og samstarf við sérfræðinga á sviði raddarinnar skilað miklum árangri. Eins er mikilvægt að bæta hljóðvist í kennslurýmum og gera hljóðkerfi þar að staðalbúnaði.

Samþykkt: 
  • 1.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
raddheilsa-og-raddmenning-sAngvara-og-kennara.pdf280.19 kBOpinnRitgerðin öllPDFSkoða/Opna