is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39978

Titill: 
  • Á góðum degi er klæðaburður leið til að tjá sig en á slæmum degi leið til að fela sig : tíska án tvíhyggju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öll kaupum við okkur föt, klæðumst þeim og notum til þess að tjá okkar innri persónu án orða. Stór hluti af þessari tjáningu með klæðnaði er það að tjá kyn sitt, að fólk geti vitað af hvaða kyni einstaklingur er nokkrum augnablikum eftir að sjá viðkomandi. Í samfélaginu okkar er tvíhyggjan ríkjandi í kynjakerfinu, fólki er skipt í tvennt: karla eða konur. En hvað með fólkið sem passar inn í hvorugan þessara flokka? Aukin umræða er í dag um non binary skilgreininguna þar sem fólk lýtur ekki þessu kynjakerfi og sífellt fleiri skilgreina sig á þennan hátt. Non binary er í raun regnhlífarhugtak sem nær yfir allt sem er ekki innan tvenndarinnar. Í þessari ritgerð verður fjallað um áhrif kynjakerfisins á non binary fólk, skoðað verður lauslega hvers vegna fólki er skipt í þessa flokka og hvort það sé eðlilegt eða náttúrulegt. Í ritgerðinni er mikið stuðst við kaflann „Fashion and Gender,“ í bókinni The Fashioned Body eftir félags- og tískufræðinginn Joanne Entwistle og grein Geirs Svanssonar „Kynin tvö/kynstrin öll: Um kynusla, kyngervisútlaga og efni(s)legar fyrirmyndir”. Þessar heimildir skoða hvernig upplifun fólks utan kynjakerfisins er af því og sögu og þróun kynjaðrar tísku. Svo eru tekin viðtal við fjórar non binary manneskjur og þeirra upplifun af klæðaburði og kynjakerfinu. Það kemur í ljós að kynjakerfið er aðallega menningarlegur tilbúningur byggður á staðalímyndum og skaðlegum hugmyndum um kyn og veldur alls kyns fólki hugarangri og kvíða.

Samþykkt: 
  • 1.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MargretRun_BAritgerd_2020.pdf365.21 kBOpinnPDFSkoða/Opna