is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39985

Titill: 
 • "Það þarf hjarta í Mosó." : möguleikar í myndrannsóknum og gagnrýnu, listrænu grenndarnámi
 • Titill er á ensku "Moso needs a heart." : possibilities of photograpic studies and critical, artistic, place-based education.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn er hugsuð sem smættuð útgáfa af námsferli sem byggt væri á gagnrýnu listrænu grenndarnámi og hugsuð fyrir alla aldurshópa. Þar væri tengt saman sveitarfélag, nærsamfélag, fjölskyldur, kennarar og nemendur í umhverfi sínu til þess að byggja upp heildstæðar manneskjur sem yxu saman í námsferli til lýðræðislega vakandi og virks samfélags.
  Notuð er myndrannsókn með Photovoice aðferð til þess að kanna viðhorf íbúa bæjarfélags og nemenda skóla til umhverfis síns og beina kastljósi að röddum þeirra. Ég lýsi eigin kennslureynslu og þróun starfskenningar sem leiðir mig að ástæðum, undirbúningi og fræðilegu samhengi rannsóknarinnar. Þá tekur við framkvæmd og vinnsla með SVÓT greiningu á niðurstöðum sem sýndu sterkan samhljóm í tengingu og sýn þátttakenda á bæinn sinn og umhverfi hans. Þættir er lúta að innra umhverfi skipulagsheildar voru nefndir sem styrkleikar og veikleikar, en þátttakendur bentu einkum á umhverfisþætti sem styrkleika bæjarins á meðan ólíkir skipulagsþættir voru tíndir til sem veikleikar. Hvað varðar ógnir og tækifæri voru ytri umhverfisþættir meira áberandi, þar sem slysahætta, mengun og umhverfisáhrif voru talin til ógna, en tækifæri voru talin liggja í þáttum sem stuðla að farsælu sambandi við náttúruna ásamt skerpingu heildarsýnar.
  Niðurstöðurnar voru svo nýttar í þróun og uppsetningu staðbundinna þátttökulistaverka. Verkin gerðu raddir og sjónarhorn þátttakenda sýnilegri og veittu tækifæri á áframhaldandi samtali og endurgjöf áhorfenda, sem með því urðu einnig þátttakendur. Heildarniðurstöður varpa ljósi á hversu margþættir en vannýttir möguleikar búa í myndrannsóknum og listrænum aðferðum, bæði til aukinnar dýptar í eigindlegum rannsóknum og áhrifa á umhverfisvitund og lýðræðislega virkni, innan og utan skóla.

 • Útdráttur er á ensku

  This research could be seen as a miniature learning process based on an artistic, critical place-based education method that could be used for all age groups. It would connect municipality, local community, family, teachers and students in their environment to build
  people who grow together in a learning process towards a democratically concious and active community.
  A Photovoice study is used to look at the views of residents as well as school students toward their environment and cast a spotlight on their voices. I describe my own teaching experience and the development of a work theory which leads me to the reasons, preparations and theoretical context of this research.
  Next is performance of the study and processing of the results with a SWOT analysis, that showed a strong harmony in the connection and vision of the participants toward their town
  and its environment. Factors that are connected to the international organizational factors were mentioned as strengths and weaknesses. Participants mainly listed environmental factors as strengths while different organizational factors were mentioned as weaknesses.
  External environmental factors were more prominent in relation to opportunities and threats. Dangers of traffic, pollution and other environmental impacts were seen as threats while opportunities were seen in connection with a successful relationship with nature well as sharpening of the overall vision of the municipality.
  These results were then used for the development and installation of participatory artworks that made the views and voices of the participants visible. They invited viewers to take part in the conversation and give feedback, therefore becoming participants themselves.
  The overall results shed a light on the multifaceted but underutilized possibilities of visual
  studies and artistic methods, both as an added depht in qualitative research and as influence
  on environmental awareness and democratic activity.

Styrktaraðili: 
 • Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar
Samþykkt: 
 • 1.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thordis_Thorleiksdottir_Meistararitgerð_2021.pdf31.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna