is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39986

Titill: 
 • Peysa með öllu, fyrir alla : lenging líftíma textíls með aðferðum hönnunar, handverks og kennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni ígrunda ég reynslu mína og samspil hlutverka minna sem textíl- hönnuður, listakona og kennari þar sem ég styðst við aðferðir starfendarannsókna. Útgangspunkturinn er verkefnið Peysa með öllu, fyrir alla sem ég vann á opinni vinnustofu og smiðjum á Hönnunarsafni Íslands, á tímabilinu janúar til júní 2021. Markmiðið með þessari ritgerð er
  að ígrunda mikilvægi kennslu, miðlunar og opins samtals þegar kemur að sjálfbærum nálgunum í textíl- framleiðslu og neyslu. Nútíma neysla okkar á textíl og stóriðjan sem henni fylgir er útgangspunkturinn í framkvæmd verkefnisins, þar sem unnið var með ósöluhæfan efnivið frá fatasöfnun Rauða Krossins á Íslandi og honum gefið framhaldslíf í skapandi fataviðgerðar smiðjum. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar fer ég yfir mitt samband við textíl, bæði í persónulegu lífi og í starfi mínu sem textílhönnuður. Þar ígrunda ég reynslu mína í námi og starfi þar sem ég
  skoða ferlið sem leiddi mig út í að miðla verkefnum mínum áfram í fræðslu og kennslu.
  Í fræðikafla ritgerðarinnar tek ég fyrir vandamálið sem fylgir nútíma textílframleiðslu. Þar fer ég yfir áhrif framleiðsluferlisins, samverutíma okkar með textílnum og hvar hann endar. Í kaflanum skoða ég lausnir eins og fataviðgerðar smiðjur og hvernig nálgun samfélagslista
  og félagslegrar hugsmíðahyggju nýttist mér við skipulag og útfærslu smiðjanna. Einnig ígrunda ég valið á efnivið í textílkennslu í skólakerfinu og mikilvægi þess að innleiða þangað notkun á notuðum textíl.Í lokakafla ritgerðarinnar fer ég yfir tímabilið á Hönnunarsafni Íslands, hvernig ég skipulagði opnu vinnustofunnar og skapandi fataviðgerðarsmiðjurnar, og geri það með því að rýna í rannsóknardagbók sem ég hélt á tímabilinu og ljósmyndum sem ég tók á smiðjunum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar varpa fram mikilvægi þess að deila þekkingu sinni og hvernig hlutverk kennarans getur aukið gildi og möguleika starfsins sem ég vinn sem textíl-hönnuður og listakona.

 • Útdráttur er á ensku

  In this project I reflect on my experience and the interplay between my roles as a textile-designer, artist, and teacher, in which I use the method of action-research. The base of the research is the project Sweater with everything, for everyone (Peysa með öllu, fyrir alla).
  During this project I worked in an open studio setting and taught workshops at The Museum of Design and Applied Arts in Iceland, the project took place in January until June 2021. The aim of this essay is to consider the importance of teaching, communication, and open conversation when it comes to sustainable approaches in textile production and consumption. Our modern consumption of textiles and the industry that accompanies it is the starting point in the implementation of the project. In the open studio, and at the workshops, we worked with unsellable material from the clothing collection of the Red Cross in Iceland and increased their lifespan. In the first chapter of the essay, I review my relationship with textiles, both in my personal life and in my work as a textile designer. There I reflect on experiences in my studies and work, as I look at the process that led me to expand my work into teaching. In the second chapter of the essay, I address the problem that accompanies modern textile production. There I go over the effects of the production process, our time together with our clothes and where it ends up after our time together. In this chapter I look at solutions
  such as clothing repair workshops, and how the approach of community-based art and social constructivism was used in organizing the workshops. I also reflect on the choice of materials in textile teaching in the school system in Iceland, and the importance of implementing the use of secondhand textiles. In the final chapter of the essay I reflect on the period at The Museum of Design and Applied Arts, how I organized the open studio and the creative clothing repair workshops. Through the period of the project, I kept a research diary and took various photographs of the process and actions at the workshops, which I rely on in my reflection. The results of the study highlight the importance of sharing knowledge and how the role of the teacher can increase value and potential of the work I do as a designer and artist.

Samþykkt: 
 • 1.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ýr Jóhannsdóttir-Peysa með öllu, fyrir alla-Lokaverkefni.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna