is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39988

Titill: 
  • Tækni og listin að leika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um allar þær tæknigreinar sem ég nýtti mér í ferlinu á lokaverkinu okkar, Krufning á Sjálfsmorði eftir Alice Birch í leikstjórn Mörtu Nordal og Önnu Maríu Tómasdóttur. Ég nýtti mér að mörgu leiti tækni sem ég hef lært í skólanum. Má þar nefna Kerfi líkamlegra gerða, Viewpoints, Chekov og raddtækni. Svo fer ég inn á tækni sem ég hef sjálf þróað með mér, eins og ég tel okkur flest gera í þessu starfi að einhverju leiti, til dæmis við að læra texta utanbókar. Þar að auki velti ég fram hugleiðingum um tækni sem mig langar að ná að þróa betur með sjálfri mér, að fella tár á kjúi. Ritgerðin er skrifuð út frá eigin reynslu og sjónarmiðum og notaðist ég við heimildir um ákveðnar tæknigreinar mér til stuðnings, kennslubækling Egils Heiðars Antons Pálssonar um Kerfið og netheimildir. Ég fjalla um hvernig listin að leika kemur stundum til okkar áreynslulaust en stundum ekki og að tæknin getur gripið okkur sem leikara eða leikkonur þegar við erum óörugg. Svo kem ég líka inn á það hvað það er mikilvægt að sleppa stundum tökunum, gleyma tækninni og bara leika sér. Töfrarnir finnast bæði innan og utan tækninnar. Við lærum tæknina til að hafa vald á henni, ekki til að hún hafi vald á okkur.

Samþykkt: 
  • 1.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Ellen Margrét Bæhrenz pdf.pdf455.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna