Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39989
Í þessari rannsakandi greinagerð fer ég yfir vinnuaðferðir mínar í lokaverki leikara Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch, þýtt af Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal og Önnu Maríu Tómasdóttur. Ég fékk það verkefni að takast á við hlutverk Bonnie Harter, en Bonnie er eitt af burðarhlutverkum verksins. Form verksins er á þann hátt að við sjáum þrjár sögur gerast samtímis á sviðinu, sögu Carol sem er amma Bonnie, sögu Önnu sem er móðir Bonnie og svo sögu Bonnie sjálfrar. Meginþema verksins eru geðsjúkdómar og áföll og hvernig hvortveggja getur erfst. Ég lagði áherslu á að skoða persónuna sjálfa og tengingu hennar við hina hluta verksins. Mikil vinna fór í að skoða áföll Bonnie og hver afleiðing þeirra var. Ég skoðaði speglun Bonniear á formæður sínar og hvernig þeirra saga og þeirra gjörðir höfðu áhrif á hegðun hennar. Einnig fór ég yfir þær tæknilegu aðferðir sem ég notaði til að skapa Bonnie líkamlega og fór yfir mínar tilgátur um persónuna og hvernig ég sviðsetti þær. Meðal annars var þar samband hennar við móður sína sem framdi sjálfsmorð og hvernig áfallastreituröskun einkenndi hegðun Bonniear allt verkið. Með langri og strangri undirbúningsvinnu og karaktersköpun skapaði ég persónuna og mætti áhorfendum í átta skipti.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Final Final Final.pdf | 431,94 kB | Lokaður til...22.06.2031 | Heildartexti |