is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39991

Titill: 
  • Hagkvæmni vatnsúðakerfa í íbúðum á Íslandi
  • Titill er á ensku The efficiency of residential sprinklers in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stórbruni varð í geymsluhúsnæði á Íslandi árið 2018.
    Húsnæðið sem brann var ekki varið með vatnsúðakerfi í samræmi við notkun byggingarinnar samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012, svo mikið tjón varð. Ef byggingin hefði verið varin í samræmi við reglugerð er líklegt að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón hefði verið mun minna.
    Vatnsúðakerfi hafa ekki verið þekkt í íbúðabyggingum á Íslandi hingað til, en ekki eru gerðar kröfur um að verja íbúðir samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012, að undanskildum byggingum sem eru hærri en 8 hæðir eða 23 m fyrir ofan jörðu. Þau atriði sem bjóða upp á tækniskipti í íslensku byggingarreglugerðinni nr. 112/2012 eru skoðuð, sem og í þeirri sænsku. Góður árangur hefur náðst með notkun vatnsúðakerfis í híbýlum fólks í Bandaríkjunum. Virkni þeirra reynist vera um 94% og bætt brunatjón var 370% hærra í óvörðu húsnæði heldur en í vatnsúðavörðu húsnæði. Líkur á manntjóni eru fimmfalt hærri og tæplega fimmfalt fleiri slökkviliðsmenn slasast við bruna í óvörðu húsnæði en vatnsúðavörðu. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort þjóðhagslegur ábati hljótist ef vatnsúðakerfi er sett í fleiri íbúðabyggingar. Það er gert með kostnaðarábatagreiningu.Til að leggja mat á ábata er stuðst við brunatjón í Scottsdale í Arizona í Bandaríkjunum og skráð manntjón í Bandaríkjunum, með og án vatnsúðakerfis, og þeim niðurstöðum varpað yfir á brunatjón frá árinu 1981 og manntjón frá árinu 2011 á Íslandi. Undir kostnað fellur rekstrarkostnaður og uppsetningarkostnaður af vatnsúðakerfi. Niðurstaða kostnaðarábatagreiningarinnar er sú að þjóðhagslegur ábati hljótist af því að setja upp vatnsúðakerfi í margar tegundir fjölbýlishúsa á Íslandi. Ábatinn er mestur þegar fleiri íbúðir eru á sama kerfi og margir íbúar í hverri íbúð. Íbúðir þurfa að vera tiltölulega dýrar ef eingöngu ein íbúð er á kerfi svo það teljist þjóðhagslega hagkvæmt að verja þær með vatnsúðakerfi.

  • Útdráttur er á ensku

    In 2018 a massive fire broke out in a storage building in Iceland with major fire loss. The building was not protected with a sprinkler system as it should have according to the Icelandic building regulation no. 112/2012. If the building had been protected according to the regulation, the fire damage and emotional loss would not have been as great. Sprinkler systems are not commonly used in residential buildings in Iceland since the Icelandic building regulation (no. 112/2012) does only require it in buildings higher than 8 floors or 23 m above ground.
    Topics that offer technical trades (when one design solution is traded with another design solution, deemed to result in equal or better fire safety) in the Icelandic building regulation as well as in the Swedish one will be discussed. The efficiency of residential sprinklers has been found to be very high in the United States. The effectiveness turned out to be 94% and the fire loss was 370% higher than in non-sprinklered homes. The civilian fire death rate and the firefighter fireground injury rate was five times higher in non-sprinklered homes. The goal of this thesis is to see if it is economically beneficial to install residential sprinklers into more homes. It is done using the methodology of cost benefit analysis. The benefit is estimated as the fire loss from Scottsdale, Arizona and the fire death rate from the entire United States, in buildings with and without sprinkler systems, and converted to the fire loss since 1981 and fire death rate since 2011 in Iceland. Maintenance and installation cost of the sprinkler system is estimated as the cost. The results of the cost benefit analysis indicate that it is economically beneficial to install residential sprinklers into many apartment buildings in Iceland. The benefit increases as the number of apartments on the same sprinkler branch increases and as the number of residents in each apartment increases. If there is only one apartment on the sprinkler branch, the apartment needs to be relatively expensive for a sprinkler system installation to be economically justified.

Samþykkt: 
  • 4.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing.pdf166,02 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni.pdf2,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna