en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/400

Title: 
 • is Þurrfóður fyrir sæeyru
Abstract: 
 • is

  Í þessari rannsókn sem framkvæmd var í eldisstöð Haliotis á Íslandi og stóð í tæpa 11 mánuði (328 daga) voru rauðum sæeyrum (Haliotis rufescens) af meðalstærðunum 0,018-7,5 g gefin fimm mismunandi fóðurtegundir með stighækkandi prótíninnihaldi (30%, 35%, 40%, 45% og 50%) í þrítekningu. Tilrauninni var skipt í þrjá hluta (tilraun I, II og III) og voru 15 eldishópar í hverjum hluta með upphafsfjölda 600, 103 og 60 dýrum í hverri eldiseingu (dýrum fækkað með aukinni stærð). Eldisvökvi var sjór úr Eyjafirði sem hitaður var upp í 15±0,2°C með varmaskipti.
  Rannsökuð var hlutfallsleg þygndaraukning (SGR) sæeyrna á tilraunatímabilinu svo og þurrefnistap tilraunafóðurs sem framleitt var af Laxá hf. Niðurstöður tilrauna I og II sýndu tölfræðilega marktækt samband (Regresion, P<0,05) á milli SGR og aukins prótínmagns í tilraunafóðri, sem og að línulegt samband er á milli vaxtar sæeyrna og prótínmagns í fóðri.
  Heildarmyndin sem kemur fram í rannóknunum er að ávinningur sé í að auka prótínmagn í fóðri upp í 35-40%. Aukning á prótíni fram yfir það hafði ekki marktæk áhrif á vöxt í smáum sæeyrum (0,018-7,5g).
  Rannsóknirnar á þurrefnistapi fóðurs í mismunandi vökva gefa vísbendinu um að prótínmagn yfir ákveðnum mörkum (≥35%) hafi áhrif á þurrefnistap.
  Lykilorð: Haliotis rufescens, rauð sæeyru, þurrfóður, eldi, Ísland

Accepted: 
 • Jan 1, 2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/400


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
thurrfodur.pdf954.13 kBOpenÞurrfóður fyrir sæeyru - heildPDFView/Open