Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40008
Evrópsk lífvöktun manna (e. Human biomonitoring for Europe, HBM4EU) er samvinnuverkefni 30 landa innan Evrópu. Tilgangur þess er að mæla ýmis efni í Evrópubúum, sem talin eru geta haft skaðleg áhrif á heilsu almennings og áætla hættumörk efnanna. Á Íslandi voru meðal annars mæld fjölflúoralkýlefni (PFAS) í sermi Íslendinga. PFAS efni eru þrávirk efni sem talin eru hafa neikvæð áhrif á fituefnaskipti, ónæmiskerfið og fósturþroska barna, en þau geta borist frá móður til barns yfir fylgju og með brjóstamjólk. PFAS efni hafa ekki verið mæld í Íslendingum áður.
Um 200 einstaklingar á aldrinum 20-39 ára voru valdir af handahófi til að gefa þvag og blóðsýni. Mælingarnar voru gerðar samhliða Landskönnun á mataræði 2019-2020 og þaðan fengust upplýsingar um mataræði. Einnig var gerð netkönnun þar sem spurt var út í lífstíl, vinnu- og heimilsumhverfi en þessir þættir eru taldir geta haft áhrif á magn PFAS í blóði. Sermissýni (n=139) voru mæld með LC-MS/MS magngreiningu og af þeim voru 100 sýni mæld af meistaranemanum í Lundi en 39 sýni voru mæld á Íslandi með sömu aðferð sem var aðlöguð að tækjum og aðstæðum þar. Í Lundi var einnig þróuð aðferð til greiningar á PFAS í þurrkuðum blóðdropum, ætluðum til lífvöktunar í fjarsveitum.
Niðurstöður PFASs mælinga sýna að svipað magn finnst í sermi Íslendinga og hjá öðrum evrópskum þjóðum. Mæld voru 18 mismunandi PFAS efni og fundust 9 af þeim í mælanlegu magni í sýnunum. Af þeim voru perfluoroctanate súlfonsýra (PFOS), 2,5 ng/ml, og perfluorooctansýra (PFOA), 1,2 ng/ml í mestu magni, sem er sambærilegt við aðrar norðlægar þjóðir. Eingöngu 2 einstaklingar höfðu hærra magn af samanlögðum PFOS, PFOA, PFNA og PFHxS efnum en nemur ráðleggingum. Við skoðun á tengslum mataræðis við styrk PFAS í blóði kom í ljós jákvætt samhengi milli fiskneyslu og hærri styrk PFAS í sermi, sem samsvarar niðurstöðum erlendra rannsókna.
Human Biomonitoring for Europe is a collaborative project of 30 countries within Europe. The purpose is to measure various substances in the European population, which may be harmful to public health, for better risk assessment. Perfluoroalkyl substances (PFASs) were measured in Iceland, among other compounds. PFASs are persistent substances that are believed to have negative effects on the immune system, lipid metabolism and fetal growth, and they can pass from mother to child across the placenta and with breast milk. PFASs substances have not been measured in Iceland before. Approximately 200 individuals between the ages of 20- and 39-years were randomly selected to provide urine and blood samples. The measurements were made concurrently with the National Dietary Survey 2019-2020, which provided information about their diet. In addition, an online survey was conducted asking questions about lifestyle, work- and home environment. These factors may affect the level of PFAS in blood. Serum samples (n = 139) were measured by LC-MS/MS and of these, 100 samples were measured by the master student in Lund, while 39 samples were measured in Iceland using the same method, adapted to the equipment and conditions there. In Lund, a method was also developed for the analysis of PFASs in dried blood spots, intended for biomonitoring in rural areas.
The results of PFASs' measurements show a similar amount in the serum of Icelanders as in other European nations. Out of 18 different PFAS substances measured, 9 of them were found above LOD. Of these, perfluorooctanoate sulfonic acid (PFOS), 2.5 ng/ml, and perfluorooctanoic acid (PFOA), 1.2 ng/ml, were the two dominant compounds, similar to other northern nations. Only 2 participants had higher levels of combined PFOS, PFOA, PFNA and PFHxS level than recommended. When examining the role of dietary habits of the participants, high fish intake was associated with higher serum PFAS concentrations. These results are in line with results from similar studies in EU.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_PFAS_quantification_exposure_methoddevelopment_ROJ_final.pdf | 2.08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_ROJ.pdf | 223.74 kB | Lokaður | Yfirlýsing |