is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40010

Titill: 
  • Rannsóknir á prófhlutum samræmdra könnunarprófa í íslensku
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hugmyndir um að breyta framsetningu samræmdu könnunarprófana hafa mikið verið til umræðu síðastliðin ár eða áratugi. Hugmyndir á borð við að stytta prófin og fjölga fyrirlögnum prófhluta, svo eitthvað sé nefnt, hafa verið hvað helst áberandi. Þegar próf eru hönnuð eru þau hönnuð með tilliti til áreiðanleika og að lítil fylgni sé milli prófhluta, því getur það reynst mikið verk að hanna þess til gerð próf sem eru stutt og hnitmiðuð en njóta samt sem áður góðs áreiðanleika. Í þessari ritgerð eru tvær greinar sem að kannast fyrir um áreiðanleika prófhluta á samræmdu könnunarprófunum í íslensku. Önnur greinin kannast fyrir um hvort að lesskilnings prófhluti prófaútgáfu sem notast hefur verið við árin 2018-2020 hefur þá próffræðilegu eiginleika á að geta skipst upp í fleiri prófhluta. Það var gert með staðfestandi þáttagreiningu og tveimur aðferðum sem Shelby J. Haberman (2008) þróaði, þar sem önnur þeirra byggist á klassísku prófkenningunni og ber nafnið „viðbótarframlag prófhluta umfram heildareinkunnar“ (e. added value over total score), hin aðferðin þróaði hann út frá aðferð Wainer og félaga (2001) og ber sú aðferð nafnið „viðbætt einkunn prófhluta“ (e. weighted averages). Niðurstöðurnar voru þær að einsþáttlíkan var að koma best út og út frá aðferðunum tveimur þá voru prófhlutarnir ekki að veita neinar umfram upplýsingar umfram heildar einkunn. Hin greinin skoðaði tvö samræmd könnunar próf í íslensku hjá þremur bekkjum sem þreyttu prófið árið 2007 og prófaútgáfuna sem notast var við 2018-2020. Aðferðir Habermans voru notaðar til að sjá hvort prófhlutarnir höfðu umfram upplýsingar yfir heildartölu. Niðurstöðurnar voru heldur ólíkar milli prófa. Prófútgáfan sem notast var við á árunum 2018-2020 hafði fullnægjandi áreiðanleika í prófhluta lesskilnings hjá öllum bekkjum, þá reyndist málfræði ekki standast lágmarkskröfur um ásættanlegan áreiðanleika. Út frá kenningum Habermans veittu prófhlutarnir ekki frekari upplýsingar um stöðu nemenda sem stakur prófhluti. Prófútgáfan sem lögð var fyrir árið 2007 sýndi hins vegar fram á ásættanlegan áreiðanleika í nokkrum prófhlutum og á sama tíma einnig upplýsingavægi yfir heildareinkunn út frá annarri eða báðum aðferðunum tveimur.

Samþykkt: 
  • 8.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil.pdf1.6 MBLokaður til...22.10.2030HeildartextiPDF
Ólöf Ragna skemma yfirlýsing.pdf345.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF