is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40011

Titill: 
  • Titill er á ensku Mental health and abstinence self-efficacy before and after inpatient treatment for substance use disorder at SÁÁ
  • Andleg líðan og trú á eigin getu (abstinence self-efficacy) fyrir og eftir inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi hjá SÁÁ
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Individuals with alcohol and drug addiction often suffer from co-existing depression, anxiety, and stress symptoms (Swendsen et al., 2010) resulting in worse treatment outcomes (Langås et al., 2011), compared to persons with addiction alone. However, researchers have identified factors that can positively affect the recovery process, such as patients' levels of self-efficacy or patients' belief in their ability to refrain from engaging in an addiction-related behavior. Abstinence self-efficacy has shown to be a strong predictor of treatment outcomes where high levels of self-efficacy have been linked to better treatment outcomes (Kadden & Litt, 2011). The study‘s primary aim was to evaluate the effect of addiction treatment on the mental health and abstinence self-efficacy of patients admitted to residential addiction treatment at SÁÁ's. Additionally, the study aims to investigate factors related to abstinence self-efficacy, i.e. prior treatment episodes and depressive symptoms at treatment entry. Using a quasi-experimental pre-post test no control group design, clinical data from 594 patients seeking residential treatment during 2020 (66% male and 33.7% women, with mean of age 39.8) were analysed. A self-report questionnaire was administered to participants‘ to assess the severity of symptoms of depression, anxiety, and stress (DASS-21) at treatment entry and discharge. Information regarding participants‘ abstinence self-efficacy was assessed according to clinical evaluations of SÁÁ‘s licensed counselors, during the first and third week of treatment, using SÁÁ's clinical tool of multidimensional patient assessment for treatment planning to evaluate participants' abstinence self-efficacy. The main results are summarized as follows: 1) As hypothesized, levels of depression, anxiety, and stress significantly decreased following inpatient addiction treatment. 2) Abstinence self-efficacy increases following inpatient addiction treatment at SÁÁ, thus showing that inpatient addiction treatment can heighten patients’ abstinence self-efficacy. 3) A higher number of prior treatment admissions was related to lower self-efficacy at treatment entry which supports the study’s hypothesis. 4) Higher depressive symptom scores were correlated with lower self-efficacy both at treatment entry and discharge, supporting the study’s hypothesis. Overall, this study suggests that SÁÁ‘s inpatient treatment improves both mental health and abstinence self-efficacy of patients with alcohol and drug addiction. Additionally, this study provides important information on patients‘ treatment characteristics that can assist clinicians in identifying patients who may need additional support during treatment and also points to factors related to abstinence self-efficacy that can inform treatment development and ultimately improve treatment effectiveness.

  • Rannsóknir hafa sýnt að samsláttur þunglyndis, kvíða og streitu við fíknivanda er algengur (Stewart o.fl., 2016; Swendsen o.fl., 2011) og eru einstaklingar sem glíma við þunglyndi, kvíða, og streitu taldir vera í sérstökum áhættuhópi; eftir því sem að geðræn staða er verri því neikvæðari framtíðarhorfur, samanborið við einstaklinga sem þjást einungis af fíknivanda (Langås o.fl., 2011). Hinsvegar hafa rannsakendur komið auga á þætti sem geta haft jákvæð áhrif á bataferli og hafa niðurstöður rannsókna sýnt að trú skjólstæðingsins á eigin getu (self-efficacy) til þess að takast á við fíknivandann hefur sterk tengsl við meðferðarárangur (Kadden og Litt, 2011). Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar sem verða á andlegri líðan og trú á eigin getu í inniliggjandi fíknimeðferð hjá skjólstæðingum sem leita meðferðar hjá SÁÁ. Þar sem sjálfstrú spáir fyrir um meðferðarárangur mun þessi breyta verða skoðuð nánar, m.a. hvernig trú á eigin getu tengist fjölda fyrri innlagna og þunglyndiseinkennum. Þátttakendur í rannsókninni eru þeir sem sóttu meðferð á Meðferðarstöðinni Vík á árinu 2020 (N=594; 66% karlar, meðalaldur 39,8 ára). Stuðst var við hálftilraunasnið án samanburðarhóps þar sem skjólstæðingar svöruðu sjálfsmatskvarða sem metur alvarleika einkenna þunglyndis, kvíða, og streitu (DASS-21) við innlögn og fyrir meðferðarlok. Upplýsingar um trú á eigin getu skjólstæðinga var metið á fyrstu og þriðju viku meðferðar, út frá matslista SÁÁ og byggist á klínísku mati ráðgjafa. Helstu niðurstöður sýndu að: 1) Verulega dró úr einkennum þunglyndis, kvíða og streitu í kjölfar inniliggjandi meðferðar. 2) Trú á eigin getu jókst að meðferð lokinni, sem bendir til þess að inniliggjandi meðferð eykur trú skjólstæðingsins til þess að takast á við fíknivandann. 3) Neikvæð fylgni var milli fjölda fyrri innlagna og trú á eigin getu í upphafi meðferðar, því fleiri innlagnir þeim mun minni trú á eigin getu. 4) Einnig var neikvæð fylgni þunglyndiseinkenna við sjálfstrú, því hærri skor á þunglyndiseinkennum þeim mun lægri trú á eigin getu bæði í upphafi og lok meðferðar. Á heildina litið, bendir þessi rannsókn til þess að inniliggjandi meðferðarúrræði SÁÁ bætir andlega líðan og trú á eigin getu skjólstæðinga til þess að takast á við fíknivandann. Niðurstöður þessarar rannsóknar veita mikilvægar upplýsingar um breytur sem tengjast trú á eigin getu og nýtast þær upplýsingar til að greina þá sem þurfa aukinn stuðning í meðferð ásamt því að veita mikilvægar upplýsingar til að stuðla að þróun meðferðarúrræða og þannig minnka líkur á mögulegum bakslögum.

Samþykkt: 
  • 11.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð_lokaútgáfa.pdf1.63 MBLokaður til...19.10.2021HeildartextiPDF
lokaverkefni_skjal.jpg127.98 kBLokaðurYfirlýsingJPG