is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40012

Titill: 
  • Umferðarhávaði við Suðurlandsbraut með tilkomu Borgarlínu: Samanburður á virkni valkosta með hermireikningum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með aukinni fólksfjölgun og þéttingu byggðar verður umferðarhávaði sífellt stærra vandamál. Hávaði er skilgreindur sem óæskilegt eða skaðlegt hljóð og er það einstaklingsbundið hvað fólk skilgreinir sem hávaða. Talið er að umferðarhávaði sé eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum nútímans. Mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir þessa þróun en á sama tíma að velja umhverfisvænar lausnir í skipulagsmálum. Samkvæmt reglugerð um hávaða sem er í gildi hérlendis er leyfilegt hljóðstig frá umferð, við húsvegg 55 dB yfir sólarhringinn. Mögulegt er að framkvæma hljóðhermanir eða mælingar í tveggja metra hæð þar sem hávaðavísirinn Leq (jafngildishljóðstig) er nýttur. Þegar hljóðmengun tiltekins svæðis stenst ekki kröfur er farið í hljóðlækkandi mótvægisaðgerðir. Í þessari ritgerð voru framkvæmdar hermanir í SoundPLAN hugbúnaðinum á Suðurlandsbrautarsvæðinu eins og það er í dag ásamt tveimur útfærslum af væntanlegri Borgarlínu. Skoðuð voru hljóðstigsbreytingar svæðisins með notkun á gróðurbelti, hljóðdempandi DC 11 malbiki, hörðu AC 16 malbiki, rafknúnum borgarlínuvögnum og lækkun umferðarhraða.
    Lækkun umferðarhraða frá 60 - 70 km/klst niður í 40 km/klst hefur jákvæð áhrif á umferðaröryggi og hljóðvist svæðisins. Með því að breikka og þétta gróðurbeltið á norðurhlið götunnar lækkar hljóðstig frá umferð á svæðinu til muna. Á suðurhlið götunnar er skynsamlegt að hafa 2 m háa hljóðvörn sem lækkar hljóðmengun næst húsveggnum. Með notkun graseyja milli akreina varð hljóðlækkun á svæðinu, þeim mun breiðari sem þær voru þeim mun meiri var hljóðstigslækkunin. Notkun rafknúinna vagna er umhverfisvæn lausn en hefur ekki mikil áhrif á hljóðvist svæðins þar sem önnur dísel/bensín ökutæki eru í miklum meirihluta. Notkun hljóðdempandi DC 11 malbiks lækkar hljóðstig við hljóðuppsrettuna til muna. Til þess að viðhalda fullum hljóðdempandi eiginleikum malbiksins er þó mikilvægt að auka götuþrif.

  • Útdráttur er á ensku

    With increasing population growth and settlement densification, traffic noise is becoming an increasing problem. Noise is defined as unwanted or harmful sound and it depends on the people what they define as noise. Traffic noise is considered to be one of the biggest health problems today. It is important to try to prevent this development while at the same time choosing environmentally friendly planning solutions. According to the regulation on noise in force in Iceland, the permissible noise level from traffic at a house wall in residental areas is 55 dB in average over 24 hours a day. It is possible to perform sound simulations or measurements at a height of two meters where the noise indicator Leq (equivalent sound
    level) is used. When noise pollution in a certain area does not meet the requirements, noisereducing mitigation measures are taken. In this dissertation, simulations were performed in the SoundPLAN software in the Suðurlandsbraut area as it is today, along with two versions of the forthcoming Borgarlína (electric buses). The noise level changes of the area were examined with the use of vegetation belts, sound-absorbing DC 11 asphalt, hard AC 16 asphalt, electric city line trolleys and a reduction in traffic speeds.
    Reducing traffic speeds from 60 - 70 km / h to 40 km / h has a positive effect on traffic safety and noisein the area. By widening and consolidating the vegetation belt on the north side of the street, the noise level from traffic in the area is significantly reduced. On the south side of the street, it issensible to have a 2 m high sound barrier that reduces noise pollution closest to the house wall. With the use of grass islands between lanes, there was a reduction of noise
    in the area, the wider they were, the greater the reduction in noise level. The use of electric
    vehicles is an environmentally friendly solution but does not have a major impact on the noise level of the area as other diesel / petrol vehicles are in the vast majority. The use of sound-absorbing DC 11 asphalt significantly reduces the sound level at the sound source.
    However, in order to maintain the full sound-absorbing properties of the asphalt, it is important to increase street cleaning.

Samþykkt: 
  • 14.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms ritgerð - Telma Dögg Óskarsdóttir.pdf6,09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Telma-yfirlýsing.pdf65,58 kBLokaðurYfirlýsingPDF