is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40024

Titill: 
 • Hugurinn ber mig hálfa leið : miðlunaráhrif þunglyndisþanka og íhugunar á samband andlegs styrks og þunglyndiseinkenna hjá afreksíþróttafólki
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að andlegur styrkur virðist vera verndandi þáttur þunglyndis, þá er skortur á rannsóknum sem hafa skoðað undirliggjandi sálræna þætti sem geta haft áhrif á sambandið á milli andlegs styrks og þunglyndiseinkenna hjá afreksíþróttafólki. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort andlegur styrkur og undirvíddir andlegs styrks (sjálfstraust, stöðugleiki og stjórn) geti haft verndandi áhrif á þunglyndi með því að skoða samband þess við grufl (þunglyndisþanka og íhugun). Þátttakendur í rannsókn voru 113 íslenskt landsliðs- og afreksíþróttafólk (80 konur og 33 karlar) á aldrinum 18-37 ára sem stunda annaðhvort einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Sports Mental Toughness Questionnaire (SMTQ) og Patient Health Questionnarie (PHQ-9) voru notuð sem mælitæki og til að svara rannsóknarspurningum voru gerðar hliðstæðar miðlunargreiningar. Niðurstöður rannsóknar sýndu að andlegur styrkur og stjórn eru mikilvægir verndandi þættir í tengslum við þunglyndiseinkenni. Þunglyndisþankar, en ekki íhugun, virðast útskýra sambandið á milli andlegs styrks og þunglyndiseinkenna og sambandið á milli stjórnar og þunglyndiseinkenna, þar sem bæði andlegur styrkur og stjórn hafa neikvæð tengsl við þunglyndiseinkenni þar sem þau hafa neikvæð tengsl við þunglyndisþanka, en þunglyndisþankar hafa jákvæð tengsl við þunglyndi. Íhugun virðist útskýra óbein jákvæð tengsl sjálfstrausts við þunglyndiseinkenni, en bein áhrif sjálfstraust, án áhrifum grufls, hefur neikvæð tengsl við þunglyndiseinkenni. Þó að aukinn stöðugleiki hafi bein neikvæð tengsl við þunglyndiseinkenni þá skila þunglyndisþankar og íhugun engum marktækum áhrifum í því sambandi. Út frá þessari rannsókn er hægt að álykta sem svo að andlegur styrkur og stjórn eru mikilvægir verndandi þættir í tengslum við þunglyndiseinkenni þegar áhrif þunglyndisþanka er skoðað um leið.
  Lykilhugtök: Þunglyndi, grufl, þunglyndisþankar, íhugun, andlegur styrkur, afreksíþróttafólk

 • Útdráttur er á ensku

  Although research has shown that mental toughness seems to be a protective factor for depressive symptoms, there is a lack of research that examine the underlying psychological factors that can affect the relationship between mental toughness and depressive symptoms in elite athletes. The aim of this study was to explore whether mental toughness and the sub-dimensions of mental toughness (confidence, constancy and control) can have protective effect on depressive symptoms by examining its relationship to rumination (brooding and reflection). A total of 113 Icelandic elite and national team athletes were included in the study (80 women and 33 men) aged 18-37 who engage in either individual or team sports. Sports Mental Toughness Questionnaire (SMTQ) and Patient Health Questionnaire (PHQ-9) were used as measurement tools and to answer the research questions, parallel mediations were performed. The results of this study shows that mental toughness and control are important protective factors in the relationship with brooding rumination. Brooding, but not reflection, seems to explain the relationship between mental toughness and depressive symptoms and the relationship between control and depressive symptoms, as both mental toughness and control are negatively related to depressive symptoms by reducing brooding, but brooding is positively related to depressive symptoms. Reflection seems to explain the indirect positive effects of confidence on depression symptoms, but confidence alone, without brooding or reflection, has negative association with depressive symptoms. Although increased constancy is negatively associated with depressive symptoms, brooding and reflection do not have significant effect in this regard. So, mental toughness and control are important protective factors associated with depression symptoms when examining the effects of brooding at the same time.
  Keywords: Depression, rumination, brooding, reflection, mental toughness, elite athletes

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_lokaritgerd_sbj.pdf780.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna