Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40025
Global waterbird populations have been declining over the past few decades. Disturbances and hab-itat loss caused by anthropogenic activities are some of the main drivers of these declines. While shellfish aquaculture is a globally increasing sector, its influence on waterbird populations is not well studied. This study aimed to fill this gap by analysing waterbird trends across the island of Ireland in relation to intertidal shellfish aquaculture. Population indices were calculated for eight representative waterbird species wintering in Ireland: Light-bellied Brent Goose (Branta bernicla hrota), Mallard (Anas platyrhynchos), Shelduck (Tadorna tadorna), Wigeon (Anas penelope), Curlew (Numenius arquata), Dunlin (Calidris alpina), Oystercatcher (Haematopus ostralegus), and Redshank (Tringa totanus). A total of 37 sites were included in both Northern Ireland and in the Republic of Ireland (RoI). Population trends were then analysed for each species at all-Ireland, national, and at regional level between winter 1994/95 and 2018/19. The influence of the presence of aquaculture was ana-lysed using negative binomial GLMs. Overall, decreasing trends in population indices were found for five out of eight species over 25 years. Only the Light-bellied Brent Goose showed an increasing population trend, while Dunlin experienced the most declines across all levels. Redshank and Oys-tercatcher populations remained mostly stable. Aquaculture presence was found to have a significant negative influence on the indices of six species, while it positively affected the indices of Mallard and Wigeon. Within the RoI, the absence of aquaculture had an overall positive effect on waterbird indices, but the effect varied between regions. For migrating waterbirds in particular, different factors could have impacted the species at population level, and at different stages of their flyways. These factors include, among others, agriculture practice, hunting, disturbance, poor productivity, or habitat loss at breeding, staging, or wintering grounds. However, this study shows that the impact of inter-tidal aquaculture has to be considered as threat to wintering waterbird populations. Potential threats like habitat loss and disturbances caused by aquaculture require further investigation along the length of waterbird flyways. Furthermore, conservation efforts for waterbirds have to be increased.
Stofnum vatnafugla hefur hnignað á heimsvísu undanfarna áratugi. Helsta ástæða hnignunarinnar er rask og tap búsvæða af mannavöldum. Þótt skelfisksræktun fari vaxandi í heiminum hafa áhrif hennar á vatnafugla ekki verið mikið rannsökuð. Markmiðið með þessari rannsókn er að fylla í þessa eyðu með greiningu á hneigðum vatnafugla á Írlandi í samhengi við skelfisksræktun. Stofnvísitölur voru reiknaðar fyrir átta dæmigerðar tegundir vatnafugla sem eiga vetrarstöðvar á Írlandi: Margæs (Branta bernicla hrota), stokkönd (Anas platyrhynchos), brandönd (Tadorna tadorna), rauðhöfðaönd (Anas penelope), spóa (Numenius arquata), lóuþræl (Calidris alpina), tjald (Haematopus ostralegus) og stelk (Tringa totanus). Þrjátíu og sjö staðir voru teknir til skoðunar á Írlandi og Norður-Írlandi. Stof-nstærðarmöt vetranna 1994/95 og 2018/19 fyrir hverja tegund voru greind, fyrir allt Írland, á hvort ríki sem og í staðbundnu samhengi. Áhrif nálægðar við sjávareldi var greint með því að nota alhæft línulegt líkan (GLM). Í heild sinni minnkaði stofnstærð hjá fjórum að átta tegundum á 25 ára tímabili. Margæs var eina tegundin sem fjölgaði á meðan lóuþræl fækkaði mest á öllum stigum. Stofnstærðir stelks og tjalds voru að mestu stöðugar. Sjávareldið hafði umtalsverð neikvæð áhrif á vísitölu sex tegunda, á meðan vísitala stokkandar og rauðhöfðaandar urðu fyrir jákvæðum áhrifum af sjávareld-inu. Á Írlandi hafði fjarvera sjávareldis heilt yfir jákvæð áhrif á stofnstærðarvísitölu vatnafugla, en áhrifin voru breytileg eftir svæðum. Í tilfelli farfugla geta ólíkir þættir haft áhrif á stofnstærðina og á það við ólík stig leiðar þeirra á milli landa. Þessir þættir eru t.d. landbúnaður, veiðar, rask, léleg frjósemi og töpuð búsvæði. Þrátt fyrir það sýnir þessi rannsókn að áhrif sjávareldis á milli há- og lágflæðimarka þarf að skoða m.t.t. ógnandi áhrifa á vetrarstöðvar vatnafugla. Mögulegar ógnir á borð við missi búsvæða og truflun sem sjávareldið hefur gerir að verkum að frekari rannsókna er þörf á öllum búsvæðum vatnafugla. Enn fremur þarf að efla viðleitni til verndunar vatnafugla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thesis_Eleni_Melis_Final.pdf | 8,39 MB | Opinn | Master's Thesis | Skoða/Opna |