Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40028
Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að COVID er bráðsmitandi sjúkdómur og getur
valdið bæði líkamlegri og sálrænni vanlíðan. Þeir sem smitast eru líklegir til að upplifa sálræn og líkamleg einkenni meðan á veikindunum stendur og eftir veikindin. Þverfagleg endurhæfing getur dregið úr neikvæðum afleiðingum veikindanna, stuðlað að bættri heilsu og betri lífsgæðum.
Tilgangur: Að skoða reynslu af COVID veikindum hjá sjúklingum sem þáðu
þverfaglega endurhæfingu í kjölfar fyrstu bylgju farsóttar. Markmiðið var að auka skilning á áhrifum þess á sálræna og líkamlega líðan, að veikjast af COVID og kynnast bjargráðum við sjúkdómnum.
Aðferð: Eigindleg og unnið eftir tólf þrepum Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru þrír karlmenn og þrjár konur, valin með tilgangsúrtaki á endurhæfingarstofnun. Tvö til þrjú viðtöl voru tekin við hvern þátttakanda, fimmtán í heildina. Notast var við hálfstaðlaðan viðtalsramma.
Niðurstöður: Reynsla þátttakenda, sem veiktust af COVID í fyrstu bylgju
farsóttarinnar er, að veikindin hafi haft víðtæk áhrif á sálræna og líkamlega líðan þeirra. Þátttakendur upplifðu ólík veikindi en þeir þurftu allir að takast á við ýmisleg einkenni og eftirköst í kjölfar þeirra. Helstu einkennin voru mikil þreyta, viðvarandi verkir og mæði, sem virtust ætla að verða þrálát. Upplifun þátttakenda af endurhæfingu í kjölfar veikindanna var góð og bætti hún líf þeirra og lífsgæði. Titil ritgerðarinnar, „Maður getur ekki annað en bara haldið áfram“, er yfirþema í niðurstöðum þessarar rannsóknar og lýsir reynslu þátttakenda. Við greiningu viðtala komu í ljós þrjú meginþemu: Sálræn og líkamleg líðan í veikindum,Einkenni og eftirköst veikindanna og Reynsla af þverfaglegri endurhæfingu. Fimm til sex undirþemu greindust undir hverju þema.
Ályktanir: Mikilvægt er að fólk sem veikist af COVID og býr við langvarandi eftirköst, eigi þess kost að fá þverfaglega endurhæfingu, sem beinist að einkennum. Þverfagleg endurhæfing getur líklega dregið heilsufarsvandamálum í kjölfar veikindanna, eða jafnvel fyrirbyggt þau.
Lykilorð: COVID einkenni, eftirköst, þverfagleg endurhæfing, fyrirbærafræði.
Background: Studies indicate that COVID is a contagious disease, causing patients
breathing problems, physical symptoms, and psychological disorders. Those who
get infected are likely to experience psychological and physical problems during
and after the illness. Interdisciplinary rehabilitation can reduce negative effects
of the disease, facilitate health and quality of life.
Purpose: To examine patients' experience of COVID and interdisciplinary
rehabilitation, hoping to increase knowledge and deepen understanding of the
psychological and physical effects of COVID.
Method: A qualitative method, based on the twelve main levels of the Vancouver
School of Phenomenology. Three men and three women, were selected
purposively at a rehabilitation center and each patient were interviewed one, two
or three times, in all fifteen interviews, using a semi-structured interview
framework.
Results: The experience of participating COVID patients is that the illness severely
effected their psychological and physical well-being. The patients experienced
various illnesses, but all had to cope with different symptoms and consequences.
Their experience was that the illness was accompanied by serious tiredness,
persistent pain and shortness of breath, and all the symtoms seemed to be
persistent. Their experience of rehabilitation after COVID was good and it
improved their lives and quality of life. The title of the dissertation, „Moving
forward is the only way", is the major theme in the results, encompassing the
patients‘ experiences. An analysis of the interviews revealed three main themes, each with five or six sub-themes. The main themes were: Psychological and
physical well-being during illness, Symptoms and consequences of the illness and
Experience of interdisciplinary rehabilitation.
Conclusions: It is important that people who become ill with COVID and
experience long-term repercussions have the opportunity to receive
interdisciplinary rehabilitation, that focuses on symptoms. Interdisciplinary
rehabilitation can probably alleviate, or even prevent health problems following
an illness.
Keywords: COVID symptoms, repercussions, interdisciplinary rehabilitation,
phenomenology.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Maður getur ekki annað en bara haldið áfram - Meistaraverkefni - Rósa Dröfn Pálsdóttir.pdf | 790.64 kB | Lokaður til...15.10.2022 | Heildartexti | ||
Viðaukar A og B.pdf | 183.83 kB | Opinn | Skoða/Opna |