is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40039

Titill: 
  • Youth and newcomers in Icelandic fisheries : access, opportunities and obstacles
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Privatized fisheries management leads to intended and predictable decreases in the numbers of individual fishers because of the multiple barriers to access them, such as high costs and reduced efforts for experience at sea. These neo-liberal management schemes, alongside other cultural and social changes, have led to a phenomenon known as “greying of the fleet” in fisheries around the world, where youth and newcomers are under-represented, and concerns are raised over the future of the industry. Iceland, with a privatized fisheries management system that is over 30 years old, is a perfect laboratory in which to explore the greying of the fleet phenomenon. This research explored the current and future opportunities and constraints for youth and newcomers in Icelandic fisheries with the aim of addressing if and how Icelandic fisheries policies should ensure equitable access to employment in commercial fisheries. Equity in natural resource governance is a growing area of research and this research draws on scholarship that addresses the human dimensions of fisheries. Data were collected through 25 semi-directed interviews with critical informants in fisheries and through countless hours of participant observation by living in a fishing community. Inductive qualitative analysis of interview data determined recurrent themes that explained how rural outmigration, cost, and changing social expectations have led to a decrease of youth or newcomers in Icelandic fisheries. Results show that the perception of fishermen in Iceland by the general society fluctuates as the economic and cultural climate of the country changes. Greying of the fleet in small-scale fisheries is explained by the limited access to property rights that are consolidated into bigger companies, and the inability for youth to secure capital and invest it into a fisheries operation. Large-scale fisheries, on the other hand, have a different set of barriers for youth, such as lack of career advancement opportunities within the large-boat system and a heavy workload. This research documents how the greying of the fleet in small-scale fisheries is partially linked to a high turnover of youth in large-scale fisheries. Youth have more opportunities in large-scale fisheries, but over time, do not receive adequate training or support to further an independent career, thereby creating a negative feedback loop leading to further reduction of recruitment in small-scale fisheries. Examples from around the world on innovative programs that strengthen support for newcomers in fisheries, such as co-operatives and business training, were discussed with informants to find possible solutions that could be applied in Iceland. Results from this thesis can be used as a starting point for further research on newcomers and youth in Icelandic fisheries. Findings from the study support the continued call from academics and practitioners to include issues of equity in sustainable fisheries management.

  • Einkavæðing fiskveiðistjórnunar leiðir til fyrirséðrar og ætlaðrar fækkunar sjálfstæðra útgerða. Fækkunin verður vegna fjölda hindrana í formi mikils kostnaðar og minni áherslu á reynslu á sjó. Fiskveiðistjórnun nýfrjálshyggjunnar ásamt menningar- og samfélagslegum breytingum hafa leitt til fyrirbæris sem kallað er gráhærðari eða gránun bátaflota í útgerð víða um heim. Ástandið einkennist af lítilli nýliðun í atvinnugreininni og vaxandi áhyggjum af framtíð hennar. Ísland, þar sem einkavæðing fiskveiðistjórnunar hefur verið við lýði í yfir 30 ár er fullkomin vettvangur til að rannsaka gránun flotans. Í rannsókn þessari var viðfangsefnið þau tækifæri og þær hindranir sem yngra fólk og nýliðar í íslenskri útgerð þurfa að takast á við í samtímanum og til framtíðar. Markmiðið var að greina hvort og þá hvernig íslensk fiskveiðistefna geti tryggt jafnan aðgang að fiskveiðum í atvinnuskyni. Jafnræði í stjórnun á nýtingu náttúruauðlinda er vaxandi viðfangsefni rannsókna. Rannsókn þessi byggir á fræðum sem fást við hina mannlegu vídd fiskveiða. Gögnum var safnað með 25 hálfopnum viðtölum við einstaklinga með mikilvæga innsýn í fiskveiði umhverfið og óteljandi klukkutímum við þátttökuathugun sem íbúi í fiskveiðisamfélagi. Innleiðslurökfræði og eigindaleg greining á viðtalsgögnum dró fram endurtekin þemu sem varpa ljósi á hvernig fólksflótti frá dreifbýlum svæðum, mikill kostnaður og breyttar félagslegar væntingar hafa leitt til fækkunar yngra fólks og dregið úr nýliðun í útgerð á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að efnahags- og menningarlegar breytingar í landinu hafa áhrif á viðhorf samfélagsins til sjósóknarGránun bátaflotans hjá minni útgerðum er talin stafa af takmörkuðu aðgengi að eignarrétti sem stærri fyrirtæki hafa sankað að sér ásamt erfiðleikum nýliða við fjármögnun og fjárfestingar í útgerð. Þegar kemur að stærri útgerðum eru hindranirnar af öðrum toga, þar eru það skortur á tækifærum til framgangs í starfi og mikið vinnuálag í starfsumhverfinu sem hamlar nýliðun. Rannsókn þessi sýnir fram á hvernig gránun bátaflotans hjá minni útgerðum er að hluta til tengd mikilli starfsmannaveltu í hópi yngra starfsfólks hjá stærri útgerðum. Fleiri tækifæri standa yngra fólki til boða hjá stærri útgerðum, en þar fá þau ekki þá þjálfun og stuðning í starfi sem nauðsynleg er til að þau þrói þar sinn starfsferil, þannig verður til neikvæð hringrás sem sífellt dregur úr nýliðun í smærri útgerðum. Ýmis þekkt erlend dæmi um nýsköpunarverkefni sem styrkja nýliðun í sjávarútvegi t.a.m. samvinnufélög, og þjálfun í viðskiptum voru kynnt fyrir og rædd við viðmælendur í rannsókninni. Það var gert með það að markmiði að greina aðferðir sem hugsanlega væri hægt að útfæra á Íslandi. Líta má á niðurstöður ritgerðar þessarar sem byrjunarreit fyrir frekari rannsóknir á nýliðun og þátttöku yngra fólks í útgerð á Íslandi. Þær styðja við ákall fræðimanna og þátttakenda í greininni um að jafnræði sé tekið með í reikninginn í sjálfbærri fiskveiðistjórnun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 14.10.2022.
Samþykkt: 
  • 25.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elena Alessandra Lebedef.pdf1.99 MBLokaður til...14.10.2022HeildartextiPDF