is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4004

Titill: 
 • Menning á vinnustöðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um eina hlið stofnanamenningar, menningu á
  vinnustöðum. Stofnanamenning hefur verið þekkt sem rannsóknarefni í
  félagslegum rannsóknum um árabil. Rannsóknin er gerð eftir aðferðum
  eigindlegrar aðferðarfræði. Notuð voru hálfopin viðtöl við fjóra
  þátttakendur til gagnaöflunar. Markmiðið með rannsókninni er að varpa
  ljósi á hvaða atriði það eru sem móta menningu á vinnustöðum. Í
  fræðilega hluta ritgerðarinnar er umfjöllun um stofnanamenningu, þar
  sem hún er útskýrð og skilgreind. Stofnanamenning er óáþreifanlegt
  fyrirbæri. Ein skilgreining segir hana vísa í þau gildi og skoðanir sem
  ekki eru sýnileg. Í fræðilega hlutanum er einnig fjallað um atriði sem hafa
  áhrif á stofnanamenningu. Hlutverk forystu og leiðtoga er kynnt svo og
  hvaða áhrif samskipti, hópar og hvatning hafa á menninguna. Helstu
  niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsandi á vinnustað ráði
  miklu um hvernig menningin þróast. Til þess að viðhalda
  eftirsóknaverðum starfsanda og þar með menningunni þurfa stjórnendur
  að vera meðvitaðir um líðan starfsmanna sinna. Þeir þurfa að hvetja þá til
  dáða og finna styrkleika þeirra þannig að þeir upplifi sig mikilvæga fyrir
  staðinn. Starfsmenn sjálfir hafa því áhrif á hvernig menning á
  vinnustöðum þróast.
  Lykilorð: Menning á vinnustað.

Samþykkt: 
 • 13.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Menning á vinnustöðum.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna