is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40043

Titill: 
 • ,,Á milli steins og sleggju" : reynsla hjúkrunarfræðinga af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Eitt af krefjandi verkefnum hjúkrunarstjórnenda er að finna jafnvægi milli krafa til hjúkrunarþjónustu og aðhalds í fjármálum. Sjúkratryggingar Íslands og hjúkrunarheimili, sem ekki eru á föstum fjárveitingum, gera rammasamning um þjónustu sem þau skulu veita. Umönnunarþarfir íbúa eru metnar með RAI-mati (InterRAI MDS 2.0) sem gefur vísbendingar um gæði umönnunar og hefur áhrif á fjármagn. Í þessari eigindlegu viðtalsrannsókn var skoðuð reynsla hjúkrunarstjórnenda af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila sem rekin eru með daggjöldum frá Sjúkratryggingum Íslands. Tekin voru átta hálfstöðluð einstaklingsviðtöl og tvö rýnihópaviðtöl við 16 hjúkrunarstjórnendur. Gögn voru greind með innihaldsgreiningu og efni var flokkað í yfir- og undirþemu. Helstu niðurstöður sýndu að hjúkrunarstjórnendum fannst þeir vera á milli steins og sleggju þar sem fjármagn var ekki í takt við kröfur um gæði. Þeir upplifðu að þeir væru með marga bolta á lofti, fannst starfið krefjandi og mikil fagleg ábyrgð en starfsánægja þó álaginu yfirsterkari. Einnig kom fram að þó svo að gæðavísar RAI-matsins nýtist í gæðastarfi þá endurspeglar það oft ekki hjúkrunarþyngd né hjúkrunarþörf nægilega vel. Daggjöld eru of lág til að hægt séð að uppfylla kröfur um gæði þjónustu og fagmenntun starfsfólks. Þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi framtíðarsýnar fyrir rekstur hjúkrunarheimila og öldrunarþjónustu.
  Efnisorð: Aldraðir, hjúkrunarstjórnandi, hjúkrunarheimili, interRAI, innihaldsgreining.

 • Útdráttur er á ensku

  One challenge that nursing managers face is balancing nursing standards and financial constraints. The Icelandic Health Insurance, a government agency, and nursing homes, that do not receive predetermined funding, make a framework agreement. Residents’ needs are assessed using the interRAI instrument (InterRAI MDS 2.0), which indicates quality of care and impacts funding. This qualitative study explores the experience of nursing managers who run nursing homes that operate using daily fess from The Icelandic Health Insurance. Eight semi-structured one-on-one interviews and two focus group interviews were conducted with 16 nursing managers. Using content analysis, data was categorized into themes and consolidated into one overarching theme. The main result was that nursing managers felt they were caught between a rock and a hard place because funding was not in line with expected quality of care. They felt like they were juggling many tasks and found the work to be challenging, requiring great responsibility. However, high job satisfaction trumped the burden of the job. Another result was that even though the quality indicators of the RAI-system are useful for quality improvement, they don’t reflect nursing intensity or needs well enough. Daily fees are too low to fulfill the requirements of quality of care and an educated staff. Participants pointed out the importance of a future vision for the management of nursing homes and elderly care.
  Efnisorð: Elderly people, nurse manager, nursing home, interRAI, content analysis.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 09.09.2023.
Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Steindórsdóttir_Meistararitgerð_Tímaritsgrein_Lokaskil.pdf1.14 MBLokaður til...09.09.2023HeildartextiPDF