en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40044

Title: 
 • Title is in Icelandic Breytileiki í málþroska ungra barna
 • Variability in young children´s language development
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessa verkefnis var að skoða máltjáningu ungra barna með það að leiðarljósi að skoða breytileika í máltjáningu þeirra með mismunandi mælitækjum og nokkra áhrifaþætti í máltöku barnanna út frá spurningalista sem foreldrar svöruðu. Þátttakendur í rannsókninni voru 20 börn á aldursbilinu 25 til 32 mánaða, tíu drengir og tíu stúlkur. Tekin voru málsýni og skoðað fyrir hvert barn meðallengd segða, heildarfjöldi orða, fjöldimismunandi orða og hlutfall málfræðivilla. Þá var markmiðið að skoða orðaforða barnanna út frá Orðaskilum sem foreldrar fylltu út og skoða mögulega áhrifaþætti um máltöku barnanna með því að biðja foreldra um að svara spurningalista (sjá Viðauka B). Spurt var hvenær barnið sagði sitt fyrsta orð, hve oft lesið væri fyrir barnið og hvort og hve mikinn aðgang barnið hefði að snjalltækjum. Rannsóknin beindist að því að kanna einstaklingsmun í sjálfsprottnu tali og tengsl á milli málsýna og málþroskaprófsins Orðaskil. Einnig var skoðað hvort það væri munur á færni í máltjáningu eftir kynjum og aldri.Helstu niðurstöður voru þær að mikill breytileiki einkenndi málþroska barnanna og kom það fram bæði í mæliþáttum málsýna og einnig að mati foreldra með Orðaskilum. Ekki var marktækur munur milli kynja á þeim mæliþáttum sem skoðaðir voru út frá málsýnum og Orðaskilum. Há fylgni var milli meðallengdar segða, heildarfjölda orða og fjölda mismunandi orða, þ.e. þau börn sem voru með háa tölu í meðallengd segða voru einnig með háa tölu í heildarfjölda orða og fjölda mismunandi orða. Það var einnig mikill breytileiki þegarskoðuð var notkun sagnorða en breytileiki varlítill þegar skoðuð var notkun lýsingarorða og fornafna. Niðurstöður málsýna og Orðaskila sýndu fram á að börn á sama aldri geta verið með mjög ólíkan orðaforða. Meðalhá fylgni var milli mæliþátta málsýna og Orðaskila, þ.e. þau börn sem voru með háa tölu í heildarfjölda orða voru yfirleitt með háa tölu úr Orðaskilum og öfugt. Mjög misjafnt var hve oft var lesið fyrir börnin, ýmist 3-4 sinnum í viku eða daglega. Helmingur barnanna hafði engan aðgang að snjalltækjum, flest höfðu lítinn og mjög fá daglegan aðgang. Mun færri stúlkur höfðu aðgang að snjalltækjum en drengir.

 • Variability in young childrens language development
  The main goal of this research was to investigate the variability in young children’s language skills and explore a few possible influencing factors by taking language samples. The focus was on mean length of utterances, total number of words, total number of different words and the proportion of grammatical errors. Another goal was to look at the children's vocabulary by asking parents to fill out the language test Orðaskil and look at possible influence factors in the language development of the children by asking the parents to answer a questionnaire (See Viðauki B). Parents were asked about when their child said their first word, how often they read for their child and if and how much access the child had to smart devices. The participants were from 25 to 32 months old, ten boys and ten girls. The research aims to look at individual differences in spontaneous speaking among the children and the correlation between the language sampels and the Icelandic language test Orðaskil. The research aim was also to find out if there was a difference in language skills based on genger and age.
  The main results of the research was that there was a large diversity in the children‘s language skills, which was evidenced both from the language samples and Orðaskil. There was not a significant difference between boys and girls. The correlation between mean length of utterances, total number of words and number of different words was high. The correlation between total number of words in language samples and Orðaskil was medium high. The correlation between Orðaskil and reading was medium high and acces to smart devices was negative. Children at same age can have very different vocabulary skills and in some cases girls outperform boys. How often parents read for their child was also very different, some parents read 3-4 times per week but others read every day. Half of the children had no access to smart devices, most of them had little access and only a few had daily access. Fewer girls had access to smart devices than boys.

Accepted: 
 • Oct 25, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40044


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Aðalbjörg Gunnarsdóttir. Breytileiki í málþroska ungra barna..pdf1.2 MBOpenComplete TextPDFView/Open
D6EDE4BC-DD7B-4125-A595-368F3E603237.jpeg2.49 MBLockedDeclaration of AccessJPG