is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40045

Titill: 
 • Tómstundir fatlaðs fólks sem býr í sjálfstæðri búsetu
 • Titill er á ensku Leisure of disabled people living in specialized housing
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um tómstundir og mikilvægi skipulagðra tómstunda fyrir íbúa sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Leitað var svara við því hvort þeir séu að taka þátt í skipulögðum tómstundum, hverjir ákveða hvaða skipulagða tómstundastarf sé tekið þátt í, hverjir eru þeim til aðstoðar ef þeir þurfa aðstoðar með og hvort það sé eitthvað sem hindri þá frá þátttöku í skipulögðum tómstundum. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn. Tekin voru viðtöl við fimm íbúa í sjálfstæðri búsetu með mismunandi skerðingar innan borgarmarkanna.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um fræðilegan bakgrunn rannsóknarinnar sem byggist á aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi í sögulegu ljósi, frá Íslandi hinu forna til dagsins í dag og helstu erlendu áhrif á málaflokkinn og helstu áherslubreytingar í þjónustu í þágu fatlaðs fólks gegnum tíðina á Íslandi. Í síðari hluta ritgerðarinnar eru rannsóknaviðtölum gerð skil.
  Helstu niðurstöður benda til að minnihluti þeirra tekur þátt í skipulögðum tómstundum, misjafnt er hverjir aðstoða þá og nokkrir þættir eru fyrir hendi sem koma í veg fyrir þátttöku þeirra og helst ber þar að nefna ferlimál, skort á upplýsingum, kostnað og einkum viðhorf samfélagsins til fatlaðs fólks sem hefur lítið breyst í gegnum árin en mjakast hægt fram á við. Ljóst er að gangskör þarf að gera hvað varðar einkum fordóma í garð og útskúfun fatlaðs fólks frá því sem þeim ófatlaða þykja sjálfsögð réttindi.
  Lykilorð eru: Tómstundir, flæði, táknbundin samskipti, fatlað fólk, fordómar og brennimerking.

 • Útdráttur er á ensku

  This disertation is about leisure and its importance for people with disabilities who live in specialized housing in Reykjavík area. Questions were asked if people are taking part in leisure, who decides what is participated in, who aids them if needed and what barriers there are which prevent their participation in leisure.
  A historic view is taken from the times of Iceland of the sagas until the day today, about how disabled people lived and how they were treated by others. Also is discussed foreign effect on Icelandic views towards disabled people from the legislative of Althing - the icelandic parliament and other people of power.
  Five people with disabilities were questioned as a purpose this disertation. Findings are that less than half of them take part in leisure, assistance was provided by different people each time and several barriers prevent participation in leisure, mostly because of access barriers, a lack of information, a lack of funds and still running stigmatizing view from other people towards disabled people, although being still negative, it is slowly progressing into a better way.
  Keywords are: Leisure, flow, symbolic interaction, disabled people, disability, prejudice, stigma.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf280.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Agnar Júliusson - 28092021 - lokaskil.pdf842.95 kBLokaður til...01.10.2022HeildartextiPDF