is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40048

Titill: 
 • Áhrif styttri vinnuviku á gæði faglegs starfs í leikskólum : upplifun leikskólakennara
 • Titill er á ensku The effect of a shorter working week on the quality of professional work in preschool : the experience of preschool teachers
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Marmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hver upplifun leikskólakennara var af styttingu vinnuvikunnar og hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hafi haft á gæði faglegs starfs í leikskólum. Rannsóknarspurningarnar voru því eftirfarandi: ,,Hver er upplifun leikskólakennara af styttingu vinnuvikunnar?" og ,,Hvaða áhrif hefur stytting vinnuvikunnar haft á gæði í faglegu leikskólastarfi?" Rannsóknin byggði á eigindlegri aðferðarfræði þar sem gagna var aflað með hálfopnum viðtölum við 8 leikskólakennara. Allir viðmælendur voru með margra ára starfsreynslu og af þeim störfuðu sex sem deildarstjórar í leikskólum. Mikilvægt er að skoða hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar í leikskólum hefur á gæði faglegs starfs þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að aukin gæði í leikskólastarfi hafa jákvæð áhrif á vellíðan, nám og alhliða þroska barna. Samkvæmt rannsóknum eru tveir stærstu áhrifaþættirnir, þegar kemur að gæðum í leikskólastarfi, menntun kennara og fjöldi barna á hvern starfsmann og styðja niðurstöður þessarar rannsóknar við það. Helstu niðurstöðurnar voru að stytting vinnuvikunnar getur haft áhrif á gæði faglegs starfs og er stærsti áhrifaþátturinn fjöldi barna á hvern starfsmann. Ef hver starfsmaður þarf að sjá um fleiri börn en alla jafna dregur úr gæðum faglegs starfs og álag á starfsfólk eykst. Í skólum þar sem ekki var undirmönnun þegar starfsfólk vann styttri vinnuviku og lögð var áhersla á að faglegt starf færi fram á morgnana urðu gæði faglegs starfs betri, meðal annars vegna þess að hægt var að skipta börnunum upp í minni hópa og meiri tími og rými gafst fyrir faglegt starf.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to shed light on preschool teachers experience of fewer working hours per week and whether it has had any impact on quality in early childhood education in playschools. Therefore, the research questions were following: ‘’What experience have preschool teachers had of fewer working hours per week?" and ‘’Have fewer working hours per week had an impact on the quality in early childhood education?" This research was based on qualitative research methods where data was collected through semi structured interviews with eight preschool teachers. All participants in the research had many years of experience and six of them worked as head of their departments. It is important to investigate what impact fewer working hours per week can have on the quality of early childhood education since research has shown that better quality in early childhood education can have positive
  impact on the wellbeing, education, and development of young children. According to research two of the biggest factors that influence quality in early childhood education is teachers´ education and child-teacher ratio. The findings of this research support those conclusions. The main findings were that fewer working hours per week can have an impact on the quality of early childhood education and the biggest factor seemed to be child-teacher ratio. When the number of children, which each teacher has in his care, gets higher it has negative impact on the quality of early childhood education and teachers experience more stress. In schools where number of children per teacher did not raise and where professional work took place in the morning the quality of early childhood education got better, for example because teachers were able to divide the children into smaller groups and they had more time and space to carry out their professional work.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Metta Norðdahl 25.09.21.pdf642.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf174.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF