Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40049
Fósturforeldrar sem tekið hafa fylgdarlaus börn á flótta í fóstur sinna mikilvægu hlutverki þegar kemur að umönnun og velferð þessara barna. Hlutverk fósturforeldranna getur verið flókið þar sem börnin hafa mörg hver upplifað margskonar áföll í upprunalöndum sínum og á flóttanum. Einnig getur menningarmunur verið áskorun þar sem börnin hafa alist upp við aðra menningu en fósturforeldrar þeirra. Því er mikilvægt að heyra sjónarhorn fósturforeldra til að geta stutt betur við þá í umönnunarhlutverkinu. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á reynslu fósturforeldra fylgdarlausra barna með áherslu á menningarmun og þann stuðning sem þeir telja sig þurfa. Fyrirbærafræðileg aðferð var notuð og tekin einstaklingsviðtöl við sjö fósturforeldra fylgdarlausra barna. Fylgdarlausu börnin sem þátttakendurnir tóku í fóstur voru á aldrinum 15–17 ára þegar þau komu til þeirra. Helstu niðurstöður eru þær að fósturforeldrarnir telja að þörf sé á frekari stuðningi fyrir fósturforeldra fylgdarlausra barna, sérstaklega í formi fræðslu um þær áskoranir sem fylgja þessu hlutverki. Þessar áskoranir eru: Áföll og ótti fylgdarlausra barna. Ólík menning, matarvenjur og trú. Menningarmunur á hlutverkum og samskiptum kynjanna og að lokum, aðlögun fylgdarlausra barna að íslensku samfélagi. Einnig töldu fósturforeldrarnir að aukin samskipti við aðra fósturforeldra fylgdarlausra barna væri góð leið til þess að styðja hvert annað. Með því að skilja reynslu fósturforeldranna er hægt að auka þekkingu á þessu málefni. Niðurstöðurnar ættu að nýtast þeim stofnunum sem fara með umsjón fylgdarlausra barna og við stefnumótun fræðslu fyrir þennan hóp fósturforeldra. Einnig skiptir framlag þessarar rannsóknar máli fyrir bæði fósturforeldra fylgdarlausra barna og fylgdarlaus börn, sem og aðra fósturforeldra og verðandi fósturforeldra.
Lykilhugtök: Fósturforeldrar, fylgdarlaus börn, menning, foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf, stuðningur.
Foster parents who foster unaccompanied refugee minors have an important role when it comes to the care and welfare of those children. Many of these minors have experienced all sorts of trauma in their home countries and were also been raised in a different cultural contexts which makes the roles of those foster parents very complex. By understanding and knowing the experience of Icelandic foster parents we can support them in their care roles. The purpose of this study is to examine the experience that Icelandic foster parents of unaccompanied refugee minors have and how this impacts on their role as a foster parents, as well as to explore their views on the need of parental education. The goal of this study is to bring forth the experience that those foster parents have on cultural differences and on the support they received and what they felt they still needed. A phenomenological methodology was used and seven individual interviews were taken and the foster parents of unaccompanied minors. The unaccompanied refugee minors that the participants fostered where rangeed from 15 to 17 years of age when they took them in. The results show that the foster parent thought that there needed to be more support in the form of education about all of the challenges that are faced in the foster parent role. They also thought that more communication with other foster parents with unaccompanied refugee minors would help them support each other. By understanding the experience of these foster parents we can expanded the knowledge on the matter. The research should be helpful for those institutions who work with unaccompanied minors and also educators. The results should also be useful for foster parents of unaccompanied refugee minors, unaccompanied refugee minors, other foster parents and future foster parents.
Key concepts: Foster parents, unaccompanied refugeee minors, culture, parent education, support.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil_Anna María Örnólfsdóttir.pdf | 898.79 kB | Lokaður til...01.01.2041 | Heildartexti | ||
Yfirlysing_Anna María Örnólfsdóttir.pdf | 117.37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |