Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40050
Kennsluleiðbeiningar þessar eru lagðar fram sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Deild faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Kennsluleiðbeiningarnar eru hugsaðar fyrir kennara við unglingastig grunnskóla. Lokaverkefnið skiptist í tvo hluta. Annarsvegar er um að ræða umfjöllun um bókmenntakennslu á unglingastigi með hliðsjón af áherslum Aðalnámskrár um hvernig haga skuli henni, ásamt umfjöllun um mismunandi kennsluaðferðir í bókmenntakennslu. Hinsvegar er um að ræða kennsluleiðbeiningar með skáldsögunni Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson. Kennsluleiðbeiningarnar eru heildstæður námsþáttur sem getur nýst kennurum við kennslu á bókinni og gefið kennurum hugmyndir um verkefni samhliða lestri bókarinnar. Lögð er áhersla á lestaraðferðir, umræður, ritunarverkefni og ljóðgreiningu. Markmið kennsluleiðbeininganna er að efla læsi nemenda í víðum skilningi samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2013).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlysing-arnar.pdf | 181.2 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
LokaverkefniArnarPáll.pdf | 475.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |