is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40052

Titill: 
 • Þörf fyrir foreldrafræðslu : sjónarhorn feðra 13–16 ára barna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á hlutverki feðra. Það má meðal annars rekja til breytinga á fæðingarorlofslögum og aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Auknar kröfur eru gerðar til feðra um að þeir taki virkan þátt í uppeldi barna sinna – sinni umönnun þeirra og beri ábyrgð á velferð þeirra til jafns við mæður. Fram til þessa hefur sú foreldrafræðsla sem í boði hefur verið að mestu leyti beinst að móðurinni í gegnum mæðra- og ungbarnavernd. Þá hefur lítið framboð verið á foreldrafræðslu fyrir foreldra eldri barna. Auk þess hafa rannsóknir að miklu leyti einblínt á mæður þegar kemur að uppeldishlutverkinu en feður ekki fengið þar sömu athygli. Rannsókn þessi eru hluti af stærra rannsóknarverkefni sem Hrund Þórarins Ingudóttur stendur fyrir og leiðir og ber heitið Foreldrafræðsla á Íslandi: Hver er þörfin? Í þessari rannsókn eru rannsóknarspurningarnar tvær:
  1. Hverjar eru helstu áskoranir í uppeldi að mati feðra 13–16 ára barna?
  2. Hvernig meta þeir þörf á foreldrafræðslu og stuðningi í uppeldishlutverkinu?
  a) Hvaða viðfangsefni telja þeir að þurfi að vera í slíkri fræðslu?
  b) Hvernig telja þeir að slíkri fræðslu og stuðning ætti að vera háttað svo hún geti nýst þeim sem best?
  Notast var við meginldlegar rannsóknaraðferðir. Spurningalisti var lagður fyrir feður 13–16 ára barna í 24 skólum á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið. Voru skólarnir valdir með slembiúrtaki. Unnið var úr tölulegum gögnum og niðurstöður tveggja opinna spurninga þemagreindar. Helstu niðurstöður sýna að ríflega þriðjungur feðra (36%) upplifir streitu í uppeldishlutverkinu, að foreldrahlutverkið sé íþyngjandi (14%) og að það geri viðkomandi örmagna (11%). Þessir þættir geta verið fyrstu einkenni foreldrakulnunar. Þá sýndu niðurstöður að þrátt fyrir að flestir feðranna upplifðu sig örugga (85%) í foreldrahlutverkinu kom greinilega fram þörf þeirra fyrir fræðslu og stuðning, sér í lagi þegar kemur að því að efla sjálfstraust barns (72%), bæta andlega líðan barns (69%) og samskipti, bæði barns við foreldra (45%) og við jafnaldra (58%). Þá kemur skýrt fram að feður myndu helst kjósa að hafa aðgengi að foreldrafræðslu í gegnum skóla barnanna. Niðurstöður þessar varpa ljósi á upplifun feðra af foreldrahlutverkinu, hverjar helstu áskoranir þeirra eru sem og mat þeirra á þörf fyrir foreldrafræðslu. Niðurstöðurnar ættu að nýtast við stefnumótun foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar á Íslandi og nýtast þeim fagaðilum sem starfa með foreldrum.

 • Útdráttur er á ensku

  In the last decades, there have been several changes in the role of fathers. That can, among other things, be traced back to changes in parental leave laws and women’s increased participation in the labour market. Fathers are expected to take an active role in the upbringing of their children – to see to their needs and take responsibility for their wellbeing similarly to mothers. Up until now, education for parents that has been offered has mostly been directed to the mother, through mother – and infant care. Little has been offered in the way of education for parents of older children. Furthermore, studies have mostly been done around mothers when it comes to the parenting role. Fathers have received little to no attention in that regard. This study is part of a larger study that Hrund Þórarins Ingudóttir oversees and runs and is titled Parent education in Iceland: What is the requirement? The research questions are as follows:
  1. In a father’s opinion what are the main challenges in the upbringing of 13–16 year-old children?
  2. How do they estimate the need for parents’ education and support in the parenting role?
  a) What subjects do they think needs to be in such an education?
  b) What are their opinions on how such education and support should be handled so that it serves them best?
  A quantitative method was used. A questionnaire was sent to fathers of children aged 13–16 in 24 schools, both in the capital area and other parts of the country. The schools were chosen randomly. Analyzing was based on numerical results and the conclusion of two open questions thematically.
  The main results show that more than a third of all fathers (36%) experience stress in the parenting role, 14% that the role is burdensome, and 11% that it makes the individual exhausted. These symptoms can be the first signs of parental burnout. The study also showed that while most of the fathers experienced themselves as confident (85%) in their roles as parents there was an obvious need for education and support, and especially when it comes to strengthening their children’s confidence (72%), a child's mental health (69%) and communication, both the child’s communication with the parents (45%) and with its peers (58%).
  It was clear that fathers would prefer to have access to parental education through their children’s schools.
  These results throw light on father’s experience in the parenting role. What are their biggest challenges, as well as their assessment of the need for parental education? These results could be used for strategic planning of parental education and parental counselling in Iceland and could also be useful to professionals that work with parents.

Samþykkt: 
 • 25.10.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF Þörf fyrir foreldrafræðslu- Sjónarhorn feðra 13 -16 ára barna.pdf2.29 MBLokaður til...01.12.2029HeildartextiPDF
2016_03_skemman_yfirlysing_Ágústa.pdf120.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF