is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40056

Titill: 
  • Hvers vegna kvikspuni? : sameiginlegir þættir í áhugamálum og kvikspunaiðkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kvikspuni (e. Live Action Role Play, LARP) er áhugamál sem stundað er út um allan heim. Hér eru þegar nokkrir litlir hópar sem stunda kvikspuna. Sumir spila oft og verja miklum tíma í búninga, förðun og sögugerð. Þetta fer þá frá því að vera bara tómstund í að verða tilgangsmeiri tómstund. Í þessari tilviksrannsókn skoða ég af hverju fólk byrjar að taka þátt í kvikspuna og hvers vegna það heldur áfram. Ég skoða sérstaklega hvort þeir einstaklingar sem ég ræði við eigi að einhverju leyti sameiginlegan bakgrunn.
    Lítið hefur verið ritað um kvikspuna hérlendis. Ég nálgast viðfangsefnið út frá skilgreiningu um bætandi leik og um tilgangsmeiri tómstundir. Ég vinn með hentugleikaúrtak og tek viðtöl við sex einstaklinga, þrjá karla og þrjár konur. Svörin eru þemagreind og unnið úr þeim. Helstu niðurstöður eru að flestir byrjuðu í kvikspuna vegna vina sinna og allir halda áfram vegna félagsskaparins. Flestir viðmælendur hafa listræna hæfileika - í tónlist eða myndlist – og nutu þess að tjá sig listrænt. Einn viðmælandinn benti á að ekki sé langt síðan miklir fordómar voru gegn þessari tegund tómstundar. Það hefur ef til vill minnkað en mínar niðurstöður gætu rennt stoðum undir það, að þetta sé fyrst og fremst skapandi félagsskapur.

Samþykkt: 
  • 25.10.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40056


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Björn 2020.pdf379.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_1994.jpg1.28 MBLokaðurYfirlýsingJPG